Sjálfbærni

Samfélagsstefna Kviku tryggir sameiginlega sýn samstæðunnar á áherslur okkar í samfélagsmálum, hvert við stefnum og hverjar skyldur okkar og skuldbindingar eru.

Gildi

Gildi Kviku eru langtímahugsun, einfaldleiki og hugrekki og stefna okkar er að hafa jákvæð langtímaáhrif á samfélagið.Langtímahugsun og samfélagsábyrgð

Í því felst að þegar við tökum ákvarðanir er ávallt tekið tillit til hvaða áhrif ákvarðanir okkar hafa til lengri tíma litið, hvort sem um er að ræða innri málefni bankans, málefni viðskiptavina eða málefni samfélagsins.

Til að styðja við framangreint hefur Kvika sett á laggirnar nefnd um samfélagsábyrgð og sjáfbærni sem hefur umsjón með og ber ábyrgð á framfylgni við samfélagsstefnuna. Nefndina skipa fulltrúar frá bankanum og stærstu dótturfélögum.


pdfSamfélagsstefna Kviku

Sjálfbærniskýrsla

Sjálfbærniskýrsla 2021

Kvika hefur nú gefið út sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2021. Með skýrslunni eru mörkuð tímamót því um er að ræða fyrsta skipti sem Kvika gefur út slíka skýrslu. Fram til þessa hafa birst samfélagsuppgjör á ársgrundvelli en slíkar upplýsingar eru nú hluti af sjálfbærniskýrslunni.

Sjálfbærniskýrslan byggir á UFS-leiðbeiningum Nasdaq (ESG Reporting Guide 2.0) auk þess sem GRI-staðlar (GRI Standards) eru hafðir til hliðsjónar og viðeigandi vísum svarað. Deloitte hefur gefið ófjárhagslegri upplýsingagjöf Kviku á árinu 2021 álit með takmarkaðri vissu og birtist það á sama tíma og skýrslan. Skýrsluna má skoða hér.