Forsíða /
Um Kviku /
Mannauður

Mannauður

Starfsumhverfi Kviku einkennist af sveigjanleika, samvinnu og liðsheild, frumkvæði starfsfólks, jöfnum tækifærum, trausti og heilsusamlegu og jákvæðu umhverfi.

Kvika

Vinna hjá Kviku

Við viljum að bankinn sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem allt starfsfólk hefur jöfn tækifæri. Vinnuumhverfi okkar einkennist af sveigjanleika, góðri stjórnun, samvinnu og liðsheild, frumkvæði starfsfólks, jöfnum tækifærum, trausti og heilsusamlegu og jákvæðu umhverfi.

Við leggjum áherslu á að tryggja fagmennsku í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur og að allar ákvarðanir taki mið af gildi bankans um langtímahugsun. Þá er lögð áhersla á að virða almenn mannréttindi í starfseminni og uppfyllir Kvika þær kröfur sem gerðar eru í lögum til verndar mannréttindum. 

Kvika hefur sett sér mannauðs-, jafnréttis- og heilsustefnu þar sem fram kemur að við ákvörðun launa skuli tryggja að ekki sé mismunað eftir kynferði, kynþætti, þjóðerni, trú, aldri eða öðrum ómálefnalegum þáttum. Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu þau njóta sömu kjara fyrir sömu og jafnverðmæt störf. Í framhaldi af því hefur Kvika komið upp, skjalfest og innleitt jafnlaunakerfi og hefur hlotið jafnlaunavottun.