Banki umbreytinga

Kvika er öflugur banki sem stuðlar að umbreytingu og samkeppni á fjármálamarkaði

„Tilgangur Kviku er að auka samkeppni og einfalda fjármál viðskiptavina með því að nýta innviði og fjárhagslegan styrk. Gildi Kviku eru langtímahugsun, einfaldleiki og hugrekki. Félagið leggur áherslu á að hugsa til framtíðar og stuðla að sjálfbæru samfélagi með virkri þátttöku.“

Kvika eignastýring

Alhliða fjármálaþjónusta fyrir efnameiri einstaklinga, sjóði og stofnanir með áherslu á langtímaárangur

Sjá meira

Sjálfbærni

Sjálfbærniskýrsla 2023

Sjálfbærniskýrsla Kviku byggir á UFS-leiðbeiningum Nasdaq (ESG Reporting Guide 2.0) auk þess sem GRI-staðlar (GRI Standards) eru hafðir til hliðsjónar og viðeigandi vísum svarað. Deloitte hefur gefið sjálfbærniupplýsingagjöf Kviku fyrir árið 2023, og ráðstöfun grænna fjármuna og nýtingu í græn verkefni samkvæmt grænni fjármálaumgjörð bankans, álit með takmarkaðri vissu, sem má nálgast aftast í skýrslunni.

Sjálfbærniskýrslan á vefformi

Sjálfbærniskýrslan í PDF

Fréttir

26. febrúar 2024

Halldór Þór Snæland framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku

Halldór Þór Snæland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans. Á meðal vörumerkja sem heyra undir viðskiptabankasviðið eru Auður, Aur, Lykill, Netgíró og Straumur.

15. febrúar 2024

Ársreikningur Kviku banka 2023 og afkoma á fjórða ársfjórðungi

Á stjórnarfundi þann 15. febrúar 2024 samþykktu stjórn og forstjóri ársreikning samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir árið 2023.

18. janúar 2024

Hafsteinn Hauksson aðalhagfræðingur Kviku.

Hafsteinn á að baki áralanga reynslu af alþjóðlegum fjármálamarkaði, en hann hefur starfað við greiningar í fjárfestingateymi Lundúnaskrifstofu Kviku frá árinu 2019 og hefur vakið verðskuldaða athygli sem álitsgjafi á alþjóðlegri efnahagsþróun undanfarin ár.

Sjá allar fréttir