Banki umbreytinga

Kvika er öflugur banki sem stuðlar að umbreytingu og samkeppni á fjármálamarkaði

„Tilgangur Kviku er að auka samkeppni og einfalda fjármál viðskiptavina með því að nýta innviði og fjárhagslegan styrk. Gildi Kviku eru langtímahugsun, einfaldleiki og hugrekki. Félagið leggur áherslu á að hugsa til framtíðar og stuðla að sjálfbæru samfélagi með virkri þátttöku.“

Kvika eignastýring

Alhliða fjármálaþjónusta fyrir efnameiri einstaklinga, sjóði og stofnanir með áherslu á langtímaárangur

Sjá meira

Sjálfbærni

Sjálfbærniskýrsla 2021

Samstæða Kviku hefur gefið út sína fyrstu sjálfbærniskýrslu sem var birt samhliða ársreikningi. Hluti af skýrslunni er einnig árleg úthlutunar- og áhrifaskýrsla sem tengist grænni fjármálaumgjörð Kviku.

Fréttir

03. February 2023

Stjórn Kviku banka hefur óskað eftir því við stjórn Íslandsbanka að hefja samrunaviðræður milli félaganna.

Stjórn bankans telur að samruni félaganna skapi fjárhagslega sterkt fjármálafyrirtæki með dreifðan tekjugrunn.

16. December 2022

Kvika hlýtur framúrskarandi einkunn í UFS mati Reitunar

Reitun hefur birt nýtt UFS áhættumat á Kviku og hlýtur bankinn 86 stig af 100 mögulegum og einkunnina A3, sem er framúrskarandi einkunn samkvæmt mati Reitunar. Kvika er vel fyrir ofan meðaltal í öllum UFS flokkunum í samanburði við innlenda útgefendur sem hafa farið í gegnum UFS greiningu hjá Reitun, en þeir eru 35 talsins. Meðaltalið er 72 stig af 100 mögulegum og einkunnaflokkurinn B2.   

05. December 2022

Breytingar á skipuriti og framkvæmdastjórn

Stjórn Kviku samþykkti í morgun tillögu forstjóra um breytt skipurit. Markmið breytinganna er að gera félagið betur í stakk búið til þess að halda áfram að ná árangri í rekstri.

Sjá allar fréttir