Forsíða /
Sjálfbærni /
FrumkvöðlaAuður

FrumkvöðlaAuður

Hvetur konur til frumkvæðis og athafna

FrumkvöðlaAuður þakkar öllum þeim sem sóttu um styrk. Frestur til að sækja um styrk fyrir árið 2023 er liðinn og opnað verður fyrir umsókir í maí 2024. Vegna fjölda umsókna er því miður ekki hægt að hafa samband við alla umsækjendur. 

Sjóðurinn

Hvetur til frumkvæðis og athafna

FrumkvöðlaAuður er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var af Auði Capital árið 2009. Í upphafi hét stofnunin AlheimsAuður og er markmið hennar að vera góðgerðarsjóður með það að meginstefnu að hvetja konur til athafna og frumkvæðis, einkum í þróunarlöndum. Sjóðurinn hefur þó í seinni tíð litið nær sér í styrkveitingum með áherslu á frumkvöðlastarf kvenna.

Stjórn sjóðsins veitir styrki sem úthlutað er 19. júní ár hvert. Stjórnin auglýsir eftir umsóknum en áskilur sér einnig rétt til að styrkja verkefni án umsóknar.

Sjóðurinn getur tekið á móti fjárframlögum hvort sem er frá stofnanda eða öðrum sem vilja veita markmiðum hans brautargengi.

Stjórn sjóðsins skipa:

  • Íris Arna Jóhannsdóttir, formaður
  • Ólöf Jónsdóttir
  • Vaka Jóhannesdóttir

Í umsókn skal vera greinargóð lýsing á verkefninu, markmiði og tilgangi þess, stutt með viðeigandi gögnum s.s. viðskiptaáætlun, upplýsingum um fjármögnun verkefnis og eignarhald. Umsókn skal skilað á netfangið frumkvodlaaudur@kvika.is til og með 4. júní nk.

Þurfir þú aðstoð vegna umsókna eða frekari upplýsingar biðjum við þig að hafa samband hér

pdfSkipulagsskrá sjóðsins má finna hér.

Fyrri úthlutanir

Úthlutanir árið 2023

Úthlutanir árið 2022

Úthlutanir árið 2021

Úthlutanir árið 2020

Úthlutanir árið 2019

Úthlutanir árið 2017

Úthlutanir árið 2016

Úthlutanir árið 2015

Úthlutanir árið 2014

Úthlutanir árið 2013