Forsíða /
Um Kviku /
Mannauður /
Fjarvinnustefna

Fjarvinnustefna

Samstæða Kviku og dótturfélaga vill leggja sitt af mörkum til að stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs starfsfólks með auknum sveigjanleika sem fjarvinna býður upp á.

Fjarvinna getur í einhverjum tilvikum veitt starfsfólki svigrúm til betri einbeitingar og vinnunæðis. Fjarvinnustefnan er einnig leið til að styðja við stefnu Kviku í umhverfis- og samgöngumálum og draga úr kolefnisfótspori með því að fækka ferðum starfsfólks til og frá vinnustað, auk þess að draga úr þörf á bílastæðum.

Almennt er gert ráð fyrir að starfsfólk sinni verkefnum sínum á starfsstöð en fjarvinna er í boði fyrir starfsfólk þar sem verkefnin leyfa og er fyrirkomulag hennar útfært á hverju sviði fyrir sig í samráði við næsta yfirmann. Fjarvinnufyrirkomulag nær til allra starfa sem mögulegt er að sinna í fjarvinnu. Miðað er við að starfsfólk geti almennt unnið einn dag í viku í fjarvinnu. Til að viðhalda góðri vinnustaðarmenningu og tryggja upplýsingamiðlun og samvinnu innan teyma er miðað við að einn dag í viku séu sem flestir í teyminu á vinnustaðnum og því ekki æskilegt að fjarvinna sé skipulögð þá daga. Skipulag fjarvinnu og vinnuaðstöðu er stöðugt í þróun og mikilvægt að starfsfólk vinni saman í teymum bæði innan sviða og þvert á svið, deili verkefnaábyrgð og tryggi þannig góðan samvinnuanda og árangur í starfi.