Forsíða /
Um Kviku /
PSD2 og prófunarumhverfi

PSD2 og prófunarumhverfi

PSD2 og prófunarumhverfi Kviku

Nýjum lögum um greiðsluþjónustu, sem tóku gildi 1. nóvember 2021, er ætlað að mæta þörfum og áskorunum sem fylgja stafrænni þróun í greiðsluþjónustu, meðal annars með því að efla innri markað á sviði greiðsluþjónustu, auka samkeppni, öryggi og hagræði fyrir neytendur, sem og stuðla að nýsköpun og tækniframþróun.

Kvika hefur opnað fyrir prófunarumhverfi (e. sandbox) vefþjónustuskila (API) sem gerir þriðju aðilum, sem skilgreindir eru í lögunum, kleift að prófa virkni og eiginleika hugbúnaðalausna með prófunargögnum.

API stendur fyrir application programming interface eða vefþjónustuskil. Með því að opna fyrir vefþjónustuskil í prófunarumhverfinu eiga þriðju aðilar kost á að þróa áfram vörur og þjónustur með þarfir viðskiptavina Kviku banka í huga.

Kvika leggur mikið upp úr öryggi í prófunarumhverfi sínu og að allar aðgerðir séu framkvæmdar á öruggan og ábyrgan hátt. Nánar er fjallað um notkun prófunarumhverfisins í skilmálum Kviku sem má nálgast pdfhér

Um notkun á prófunarumhverfinu gilda jafnframt Almennir skilmálar vegna viðskipta við Kviku og persónuverndarstefna Kviku. Alla skilmála og reglur Kviku banka má nálgast hér.    

Hvernig tengist ég prófunarumhverfi Kviku?

Prófunarumhverfi fyrir PSD2 vefþjónustuskil Kviku er aðgengilegt hér.

Þeir aðilar sem hafa fengið útgefið starfsleyfi sem greiðsluvirkjendur og/eða reikningsupplýsingaveitendur geta skráð sig inn í prófunarumhverfið og aðlagað kerfi sín að því.

Hafðu samband

Ef spurningar vakna má hafa samband við þjónustustjóra Kviku í gegnum netfangið psd2@kvika.is