"Það skemmtilegasta við kennarastarfið er þetta tækifæri til að hafa áhrif á komandi kynslóðir"
Hvatningarsjóður Kviku hefur það hlutverk að hvetja og styrkja ungt fólk til iðn- og kennaranáms. Markmið sjóðsins er að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og kennaranáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf en skortur er á slíku starfsfólki og er sá skortur víða orðinn hamlandi fyrir starfsemi fyrirtækja og skóla.
Sjóðurinn var stofnaður árið 2020 og tekur við af Hvatningarsjóði iðnnema, stofnaður 2018, og Hvatningarsjóði kennaranema, stofnaður árið 2019.
Samstarfsaðilar Kviku í Hvatningarsjóðnum eru Samtök iðnaðarins og mennta- og barnamálaráðuneytið.
af þeim fjölmörgu iðngreinum sem eru í boði og að nemendur fá starfsréttindi strax að loknu náminu? Ef þú hefur lokið iðnnámi og náð þér í praktíska reynslu hefur þú betri grunn fyrir mörg störf sem bjóðast í framhaldinu. Það er síðan auðvelt að bæta við sig bóknámi ef það vantar eitthvað upp á til að fá inngöngu í það háskólanám sem þig langar í.
að það er hægt að velja margar leiðir til að verða kennari í leik-, grunn- eða framhaldsskóla? Kennaranemum gefst kostur á að sérhæfa sig í náminu sem stuðlar að aukinni fagmennsku og ánægju í starfi.
Ef þú lendir í vandræðum við að senda inn umsókn getur þú sent póst á hvatningarsjodur@kvika.is