Viðskiptabanki

Markmið Kviku er að auka samkeppni og umbreyta fjármálaþjónustu á Íslandi með sameiginlega hagsmuni bankans og viðskiptavina að leiðarljósi.

Þjónusta

Kvika býður fyrirtækjum og stofnunum alla almenna bankaþjónustu auk þess að fjármagna fyrirtæki og fjárfestingar viðskiptavina bankans.

Almenn bankaþjónusta

Kvika býður fyrirtækjum, stofnunum og fjárfestum upp á almenna bankaþjónustu en dagleg bankaviðskipti viðskiptavina fara að mestu fram í netbanka Kviku. Í netbankanum geta viðskiptavinir sinnt fjölbreyttum bankaviðskiptum auk þess að fylgjast með stöðu verðbréfasafna hvar og hvenær sem er. Þá býður Kvika úrval óbundinna og bundinna innlánsreikninga, bæði óverðtryggða og verðtryggða.

Sérhæfð vörumerki Kviku veita fjölbreytta fjármálaþjónustu til einstaklinga

Viðskiptastjórar okkar veita nánari upplýsingar um sérbankaþjónustu
Kviku í síma 540 3200 eða kvika@kvika.is