Kvika býður fyrirtækjum og stofnunum alla almenna bankaþjónustu auk þess að fjármagna fyrirtæki og fjárfestingar viðskiptavina bankans. Einnig nýtir sviðið innviði bankans til þess að miðla lánum til annarra stofnanafjárfesta.
Kvika býður fyrirtækjum, stofnunum og fjárfestum upp á almenna bankaþjónustu en dagleg bankaviðskipti viðskiptavina fara að mestu fram í netbanka Kviku. Í netbankanum geta viðskiptavinir sinnt fjölbreyttum bankaviðskiptum auk þess að fylgjast með stöðu verðbréfasafna hvar og hvenær sem er. Þá býður Kvika úrval óbundinna og bundinna innlánsreikninga, bæði óverðtryggða og verðtryggða.
Kvika veitir sérhæfð útlán til fyrirtækja, stofnana og fjárfesta til fjármögnunar á t.d. fasteignum, fasteignaþróun, verðbréfaviðskiptum og öðrum fjárfestingum. Einnig nýtir sviðið innviði bankans til þess að miðla lánum til annarra stofnanafjárfesta. Þá veitir Kvika lán til fjármögnunar á ökutækjum, vélum og öðrum búnaði í gegnum vörumerkið Lykil.
Viðskiptastjórar okkar veita nánari upplýsingar um sérbankaþjónustu
Kviku í síma 540 3200 eða kvika@kvika.is
Reiknaðu almennt gengi, seðlagengi og gengi VISA
Greiðslufyrirmæli vegna reikninga Kviku hjá erlendum bönkum
Séreignasparnaður Kviku býður viðskiptavinum fjölbreytt val fjárfestingamöguleika
Hér getur þú sótt verðskrá og vaxtatöflur Kviku fyrir bankaþjónustu og verðbréfaviðskipti