Sjálfbærni

Samstæða Kviku er ábyrgur þátttakandi í samfélaginu. Við hugsum til framtíðar og stuðlum að sjálfbæru samfélagi.

Sjálfbær þróun felur í sér að þörfum nútímans sé mætt án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta sínum þörfum. Umhverfis- og félagslegir þættir, sem og góðir stjórnarhættir (UFS þættirnir), rúmast innan sjálfbærnihugtaksins.

Sjálfbærni er í kjarna viðskiptamódels Kviku og horfum við til UFS þáttanna við ákvarðanatöku. Hugað er að sjálfbærni í vöruþróun og nýsköpun, sem og í samskiptum við samstarfsaðila og viðskiptavini. Við leggjum áherslu á fjölbreytni og vellíðan starfsmanna, fræðslu og þátttöku í samfélagsverkefnum.

Sjálfbærnireglugerð

Upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (SFDR)

Hér finnur þú upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar Kviku, sem og sjálfbærnistefnu Kviku banka.

Upplýsingagjöf á sviði sjálfbærni

Sjálfbærnistefna Kviku (pdf)

Sjálfbærniskýrsla

Sjálfbærniskýrsla 2024

Sjálfbærniskýrsla Kviku fyrir árið 2024 er gefin út samhliða ársreikningi Kviku og dótturfélaga. Í skýrslunni eru gerð skil á árangri félagsins í málefnum sem snerta sjálfbærni, það er umhverfis- og félagsmál, sem og stjórnarhætti (einnig vísað til sem „UFS“). Við gerð skýrslunnar hefur Kvika í fyrsta sinn staðla European Financial Reporting Advisory Group sem bera heitið European Sustainability Reporting Standards eða ESRS til hliðsjónar við upplýsingagjöf fyrir valda gagnapunkta. Með nýrri framsetningu á skýrslunni er leitast við að auka gagnsæi og ábyrgð Kviku í upplýsingagjöf um sjálfbærnimál samstæðunnar. Endurskoðunarskrifstofan Deloitte hefur gefið völdum upplýsingum í tilvísunartöflu sem fylgir með sjálfbærniskýrslu Kviku, og ráðstöfun grænna fjármuna og nýtingu í græn verkefni samkvæmt grænni fjármálaumgjörð bankans, álit með takmarkaðri vissu, sem má nálgast aftast í skýrslunni.

Sjálfbærniskýrslan í PDF

Samstarfsaðilar

Við erum öll að stefna að sama markmiðinu í sjálfbærni og gott samstarf er lykilatriði

Sjálfbærnisafn