Forsíða /
Um Kviku /
Stjórn og stjórnarhættir /
Dótturfélög

Dótturfélög

Tvö af fimm tekjusviðum Kviku eru rekin undir merkjum Kviku banka en dótturfélögin TM Tryggingar, Kvika eignastýring, Kvika Securities og Ortus Secured Fianance eru rekin í sjálfstæðum dótturfélögum.

TM Tryggingar hf.

TM Tryggingar hf. er alhliða tryggingafélag fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hlutverk TM er að hjálpa viðskiptavinum að treysta fjárhagslega framtíð sína. TM leggur áherslu á stafrænar lausnir og skilvirka þjónustu og er leiðandi í því að einfalda tryggingamál og færa samskipti milli tryggingafélags og viðskiptavinar inn í nýja tíma.

TM er dótturfélag Kviku banka hf. og er að fullu í eigu Kviku. Útibú TM eru staðsett víða um landið og höfuðstöðvar eru að Katrínartúni 2.

Forstjóri TM er Birkir Jóhannsson.

Stjórn: Inga Björg Hjaltadóttir, formaður, Þorvarður Sveinsson, Einar Sigurðsson, Helga Kristín Auðunsdóttir og Marinó Örn Tryggvason

Nánar um TM

kvika eignastyring hf.

Kvika eignastýring hf. er leiðandi í eignastýringu og fjárfestingastarfsemi hér á landi. Félagið veitir alhliða fjármálaþjónustu með áherslu á árangur og langtímahagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Kvika eignastýring hentar vel fyrir alla efnameiri einstaklinga, fyrirtæki, sjóði og stofnanir.

Kvika eignastýring leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum breitt þjónustuframboð til þess að fjárfesta innanlands sem og á erlendum mörkuðum. Meðal þjónustuframboðs má nefna einkabankaþjónustu, sjóðastýringu, framtakssjóði og fjárfestingarráðgjöf ásamt persónulegri þjónustu frá sérfræðingum okkar.

Kvika eignastýring er dótturfélag Kviku banka hf., að fullu í eigu Kviku banka hf. og er starfsstöð félagsins í Katrínartúni 2.

Framkvæmdastjóri Kviku eignastýringar er Hannes Frímann Hrólfsson.

Stjórn: Hrönn Sveinsdóttir, formaður, Óttar Már Ingvason og Andri Vilhjálmur Sigurðsson

Nánar um Kviku eignastýringu

Kvika Securities Ltd.

Starfsemi Kviku Securities í London miðar að því að veita framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini bankans með því að opna þeim aðgang að fjárfestingartækifærum erlendis og veita ráðgjöf við erlenda fjármögnun og aðra alþjóðlega viðskiptagerninga.

Kvika Securities starfar undir eftirliti breska fjármálaeftirlitsins (Financial Conduct Authority) og hefur heimildir til reksturs sérhæfðra sjóða, eignastýringar og fyrirtækjaráðgjafar.

Framkvæmdastjóri Kviku Securities er Richard Beenstock.

Stjórn: Sigurður Viðarsson, formaður, Timothy Smalley og Guðmundur Þórðarson.

Nánar um Kviku Securities

Ortus Secured Finance

Ortus Secured Finance, dótturfélag Kviku Securities, sérhæfir sig í veðtryggðum fasteignalánum til lántaka á Bretlandseyjum.

Starfsemi Ortus lýtur eftirliti breska fjármálaeftirlitsins (Financial Conduct Authority) m.t.t. aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Framkvæmdastjóri Ortus Secured Finance er Jon Salisbury.

Stjórn: Sigurður Viðarsson, formaður, Íris Arna Jóhannsdóttir, Örvar Kærnested, Richard Beenstock og Jon Salisbury.

Nánar um Ortus Secured Finance