Sigurgeir Guðlaugsson var kosinn í stjórn bankans í ágúst 2024. Sigurgeir er fæddur árið 1976 og starfar sem forstjóri Genís hf.
Sigurgeir lauk B.Sc. prófi í Alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School árið 1999.
Hann starfaði á fyrirtækjasviði Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, síðar Íslandsbanka, á árunum 1999-2003. Þá starfaði hann hjá Actavis Group á árunum 2003-2006 þar sem hann var yfir alþjóðlegum samrunum og yfirtökum (e. Global Head of M&A).
Sigurgeir var framkvæmdastjóri fjárfestinga í heilbrigðisiðnaði hjá Novator á árunum 2006-2009. Hann stofnaði ráðgjafarfyrirtækið Citalfort Consulting slf. í árslok 2009 og starfaði þar til ársloka 2021 þegar hann tók við forstjórastarfi Genís, ef undan eru skilin árin 2013-2016 þegar hann var meðeigandi og starfsmaður H.F. Verðbréfa hf. árið 2013 og forstjóri líftæknifyrirtækisins Zymetech ehf. árin 2014-2016. Sigurgeir hefur m.a. setið í stjórnum Straums fjárfestingarbanka hf., Coripharma Holding hf., Actavis Group hf., Actavis Inc., Enzymatica AB, 3Z ehf., FlyOver Iceland ehf. og Scandinavian Biogas AB. Í dag er Sigurgeir stjórnarformaður í félögunum Citalfort Consulting slf., Altius ehf., Citius ehf. og Ögurási ehf.