Fyrirtæki og markaðir

Fyrirtæki og markaðir veita faglega og fjölbreytta þjónustu á sviði lánveitinga, verðbréfa- og gjaldeyrisviðskipta og fyrirtækjaráðgjafar.

Markaðsviðskipti

Markaðsviðskipti veita viðskiptavinum alhliða þjónustu á sviði verðbréfa- og gjaldeyrismiðlunar. Kvika hefur skapað sér sterka stöðu á gjaldeyrismarkaði og er eini aðilinn sem býður gjaldeyrisviðskipti á nýjum Gjaldeyrismarkaði Keldunnar.

Gjaldeyrismarkaður Keldunnar

Kvika hefur skapað sér sterka stöðu á gjaldeyrismarkaði og er eini aðilinn sem býður gjaldeyrisviðskipti á nýjum Gjaldeyrismarkaði Keldunnar, sem er umbreyting á hefðbundnum gjaldeyrismarkaði.

Fagleg ráðgjöf

Hjá markaðsviðskiptum Kviku geta viðskiptavinir einnig átt viðskipti með hlutabréf og skuldabréf á öllum helstu mörkuðum heims og bjóða sérfræðingar markaðsviðskipta upp á faglega ráðgjöf og persónulega þjónustu sem er sérsniðin að þörfum innlendra og erlendra fagfjárfesta.

Alhliðaþjónusta í gjaldeyrisviðskiptum

Kvika býður upp á alhliða þjónustu þegar kemur að gjaldeyrisviðskiptum. Annars vegar er um að ræða hefðbundin stundarviðskipti með gjaldeyri vegna vöru- og þjónustuviðskipta. Hins vegar bjóðum við viðskiptavinum upp á varnir með framvirkum samningum þar sem þeir geta tryggt gengi fram í tímann vegna vöru- og þjónustuviðskipta

Kvika hefur ásamt Keldunni staðið að þróun Gjaldeyrismarkaðs Keldunnar og hafa gjaldeyrisviðskipti Kviku þá sérstöðu að öll viðskipti fara fram í gegnum þann markað, sem er einstakur á Íslandi.

Afleiðuviðskipti

Markaðsviðskipti bjóða viðskiptavinum upp á afleiðuviðskipti að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Eru slík viðskipti í formi skiptasamninga við bankann og hægt er að nota innstæður eða verðbréf sem tryggingu fyrir samningnum.

Varsla verðbréfa

Kvika tekur að sér vörslu verðbréfa fyrir viðskiptavini samkvæmt gjaldskrá. Viðskiptavinum er bent á að hafa samband við starfsmenn Kviku í síma 540 3200 til þess að fá upplýsingar um stofnun vörslureikninga. Kvika er með beina aðild að kauphöllinni á Íslandi.

Greiður aðgangur að erlendum mörkuðum

Kvika er með beina aðild að kauphöllunum á Íslandi. Kvika er einnig með greiðan aðgang að öllum helstu mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum.

Hafa má samband við markaðsviðskipti Kviku með því að senda
tölvupóst á netfangið kvika@kvika.is

Fyrirtækjaráðgjöf

Fyrirtækjaráðgjöf veitir ýmiss konar ráðgjöf tengda fjárfestingum og fjármögnun. Áhersla er lögð á kaup og sölu fyrirtækja og skráningu verðbréfa.

Kaup, sala og samrunar fyrirtækja

Kvika veitir ráðgjöf við kaup, sölu og samruna fyrirtækja og rekstrareininga. Aðkoma fyrirtækjaráðgjafarinnar er gjarnan verkstjórn á slíku ferli, greining tækifæra, virðismat, greining virðisaukandi þátta, ráðgjöf um aðferðafræði, umsjón með samningaviðræðum og lúkning viðskipta. Aðkoma Kviku felur í sér sjálfstæða ráðgjöf með það að markmiði að tryggja hagsmuni viðskiptavina sinna.


Fjármögnun fyrirtækja með hlutabréfa- eða skuldabréfaútboðum

Mörg íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa í gegnum tíðina nýtt sér þá fjármögnunarleið að gefa út verðbréf til að fjármagna rekstur sinn, fjárfestingar eða uppgreiðslu lána (endurfjármögnun). Lífeyrissjóðir og verðbréfasjóðir eru öflugir og mikilvægir fjárfestar sem geta fjármagnað starfsemi og vöxt fyrirtækja. Fyrirtækjaráðgjöf bankans aðstoðar fyrirtæki við endurfjármögnun lána hjá fjármálastofnunum með þátttöku við gerð útboðsgagna og greiningar og ráðgjöf varðandi tilboð.


Nýskráningar og afskráningar hluta- og skuldabréfa

Til að auðvelda viðskipti með verðbréf eru þau skráð í Kauphöll Íslands. Ekki er nauðsynlegt að hafa hlutabréf félagsins skráð í Kauphöllinni til að óska eftir skráningu á skuldabréfaflokkum. Með skráningu skuldabréfaflokks verða skuldabréfin auðseljanlegri í frumútboði. Skráningarferli í Kauphöll Íslands er vandasamt verk sem krefst yfirsýnar og sérþekkingar. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku býr yfir yfirgripsmikilli reynslu af umsjón með nýskráningum og afskráningum hluta- og skuldabréfa.

Hafa má samband við fyrirtækjaráðgjöf Kviku með því að senda
tölvupóst á netfangið corpfin@kvika.is

Fyrirtækjalán

Kvika býður sérsniðnar lánveitingar og fjármögnun fyrir fyrirtæki og stærri viðskiptavini.

Sérhæfð útlán

Kvika veitir sérhæfð útlán til fyrirtækja, stofnana og fjárfesta til fjármögnunar á t.d. fasteignum, fasteignaþróun, verðbréfaviðskiptum og öðrum fjárfestingum. Einnig nýtir sviðið innviði bankans til þess að miðla lánum til annarra stofnanafjárfesta.

Hafa má samband við fyrirtækjalán Kviku með því að senda

tölvupóst á netfangið fyrirtaekjalan@kvika.is