Forsíða /
Um Kviku /
Stjórn /
Helga Jóhanna Oddsdóttir

Helga Jóhanna Oddsdóttir

Varamaður

Helga Jóhanna Oddsdóttir er fædd árið 1973. Helga Jóhanna lauk BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og M.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla árið 2005, með áherslu á stjórnun og stefnumótun. 

Í dag sinnir Helga Jóhanna rekstrar- og stjórnunarráðgjöf ásamt því að vera stjórnarformaður og meðstofnandi nýsköpunarfélagsins Opus Futura.  Frá árinu 2011 hefur Helga Jóhanna verið eigandi og framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Carpe Diem og á árunum 2015-2020 meðeigandi og framkvæmdastjóri Strategic Leadership á Íslandi. Þá hefur Helga Jóhanna einnig verið framkvæmdastjóri fasteignafélagsins GMO ehf. frá árinu 2015. Áður starfaði Helga Jóhanna sem mannauðsstjóri Landsbréfa á árunum 2001 til 2003, sem forstöðumaður starfsmannaþjónustu Reykjanesbæjar á árunum 2003 til 2008 og sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Opinna Kerfa á árunum 2008 til 2011. Árin 2020 - 2022 var Helga sviðsstjóri rekstrarsviðs HS Veitna.

Helga Jóhanna býr einnig yfir reynslu af stjórnarsetu, var varamaður í stjórn Frjálsa Lífeyrissjóðsins og er varamaður í stjórn Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Helga Jóhanna hefur einnig starfað fyrir Evrópusambandið, hvar hún tók að sér leiðtogaþróun á sveitastjórnarstigi í Kambódíu á árinu 2017. Þá sat Helga Jóhanna í Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar í átta ár og í fræðsluráði í fjögur ár auk þess að gegna stjórnarsetu í körfuknattleiksdeild U.M.F. Stjörnunnar til nokkurra ára.