Hvatningarsjóður Kviku hefur það hlutverk að hvetja og styrkja ungt fólk til iðn- og kennaranáms. Markmið sjóðsins er að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og kennaranáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf.
Það eru fjölmargar iðngreinar í boði og nemendur fá starfsréttindi strax að loknu námi? Ef þú hefur lokið iðnnámi og náð þér í hagnýta reynslu hefur þú betri grunn fyrir mörg störf sem bjóðast í framhaldinu. Það er síðan auðvelt að bæta við sig bóknámi ef það vantar eitthvað upp á til að fá inngöngu í það háskólanám sem þig langar í.
Það er hægt að velja margar leiðir til að verða kennari í leik-, grunn- eða framhaldsskóla? Kennaranemum gefst kostur á að sérhæfa sig í náminu sem stuðlar að aukinni fagmennsku og ánægju í starfi.
"Það skemmtilegasta við kennarastarfið er þetta tækifæri til að hafa áhrif á komandi kynslóðir"
Ef þú lendir í vandræðum við að senda inn umsókn getur þú haft samband á netfangið hvatningarsjodur@kvika.is