Markaðsviðskipti veita viðskiptavinum alhliða þjónustu á sviði verðbréfa- og gjaldeyrismiðlunar. Kvika hefur skapað sér sterka stöðu á gjaldeyrismarkaði og er eini aðilinn sem býður gjaldeyrisviðskipti á nýjum Gjaldeyrismarkaði Keldunnar sem er umbreyting á hefðbundnum gjaldeyrismarkaði. Hjá markaðsviðskiptum Kviku geta viðskiptavinir einnig átt viðskipti með hlutabréf og skuldabréf á öllum helstu mörkuðum heims og bjóða sérfræðingar markaðsviðskipta upp á faglega ráðgjöf og persónulega þjónustu sem er sérsniðin að þörfum fagfjárfesta.
Kvika býður upp á alhliða þjónustu þegar kemur að gjaldeyrisviðskiptum. Annars vegar er um að ræða hefðbundin stundarviðskipti með gjaldeyri vegna vöru- og þjónustuviðskipta og hins vegar varnir með framvirkum samningum þar sem viðskiptavinir geta tryggt gengi fram í tímann vegna vöru- og þjónustuviðskipta.
Kvika hefur ásamt Keldunni staðið að þróun Gjaldeyrismarkaðs Keldunnar og hafa gjaldeyrisviðskipti Kviku þá sérstöðu að öll viðskipti fara fram í gegnum þann markað sem er einstakur á Íslandi – Nánar um gjaldeyrisviðskipti
Markaðsviðskipti bjóða viðskiptavinum upp á afleiðuviðskipti að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Eru slík viðskipti í formi skiptasamninga við bankann og hægt er að nota innstæður eða verðbréf sem tryggingu fyrir samningnum.
Kvika tekur að sér vörslu verðbréfa fyrir viðskiptavini samkvæmt gjaldskrá. Viðskiptavinum er bent á að hafa samband við starfsmenn Kviku í síma 540 3200 til þess að fá upplýsingar um stofnun vörslureikninga. Kvika er með beina aðild að kauphöllinni á Íslandi.
Kvika er með beina aðild að kauphöllunum á Íslandi. Kvika er einnig með greiðan aðgang að öllum helstu mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum.
Viðskiptastjórar okkar veita nánari upplýsingar um fyrirtækjaráðgjöf Kviku
í síma 540-3200 eða corpfin@kvika.is