24. júní 2016
Lið Kviku lauk keppni í WOW cyclothon 2016 með glæsibrag. Team Kvika náði 14. sæti og hjólaði hringinn á 40 klst og 10 mínútum. Lið Kviku vann áheitasöfununina í ár og safnaði 756.500 krónum til styrktar Hjólakrafti. Alls söfnuðu keppendur í WOW cyclothon 11.867.000 krónum í ár.
Samtökin Hjólakraftur voru stofnuð af Þorvaldi Daníelssyni til að hjálpa börnum og unglingum sem höfðu á einn eða annan hátt orðið undir í baráttunni við lífstílssjúkdóma og ekki fundið sig í hópíþróttum.