11. febrúar 2022

Röskun á þjónustu helgina 18.–20. febrúar

Helgina 18.–20. febrúar mun Kvika banki í samstarfi við Reiknistofu bankanna innleiða nýtt innlána- og greiðslukerfi. Lagt er upp með að viðskiptavinir verði sem minnst varir við innleiðinguna en ekki verður hjá því komist að þjónusta skerðist að einhverju leyti. Við hvetjum því viðskiptavini til þess að ljúka öllum mikilvægum bankaerindum fyrir föstudaginn 18. febrúar. 

Nánari upplýsingar um helstu raskanir á þjónustu má finna hér. 


Hefðbundin þjónusta kemst aftur á mánudaginn 21. febrúar. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þjónustuskerðingin veldur.

Til baka