02. maí 2024

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Hvatningarsjóði Kviku

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Hvatningarsjóði Kviku en sjóðurinn hefur það hlutverk að hvetja og styrkja ungt fólk til iðn- og kennaranáms. Markmið Hvatningarsjóðsins er að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og kennaranáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf. Öll þau sem hafa þegar hafið, eða hyggjast hefja á komandi vetri, kennaranám eða nám í löggiltum iðngreinum geta sótt um styrk.

Samstarfsaðilar Kviku í Hvatningarsjóðnum eru Samtök iðnaðarins og mennta- og barnamálaráðuneytið. Sjóðurinn veitir styrki fyrir allt að 10 milljónum króna árlega, en miðað er við að einstaka styrkir séu frá 500.000 til 1.000.000 króna. Hægt er að sækja um styrk til 31. maí.

Nánar um Hvatningarsjóð Kviku

Til baka