25. maí 2016
Í dag hófust viðskipti með hlutabréf í Iceland Seafood
International hf. (auðkenni: ICESEA) á Nasdaq First North Iceland. Iceland
Seafood International tilheyrir neytendaþjónustugeiranum og er fyrsta félagið
sem tekið er til viðskipta á Nasdaq First North Iceland frá árinu 2011. Kvika
er viðurkenndur ráðgjafi Iceland Seafood International á First North
markaðnum. Öll félög skráð á First North verða að hafa samning við
viðurkenndan ráðgjafa. Hlutverk viðurkenndra ráðgjafa er að leiðbeina
útgefendum á First North í gegnum skráningarferli og ganga úr skugga um að
skráningarskilyrði séu uppfyllt.
Iceland Seafood International er alþjóðleg fyrirtækjasamstæða sem sérhæfir sig í sölu, framleiðslu og markaðssetningu á fjölbreyttu úrvali af frosnum, ferskum, söltuðum og þurrkuðum sjávarafurðum. Höfuðstöðvar samstæðunnar eru á Íslandi og er rekstrinum skipt í þrjú svið með starfsemi í sjö dótturfélögum í Evrópu og Norður-Ameríku. Iceland Seafood International rekur skrifstofur víða um heim sem gerir fyrirtækinu kleift að ná til allra helstu markaða heims með sjávarafurðir.
Tilkynning Nasdaq um skráningu Iceland Seafood International.
Helgi Anton Eiríksson hringdi inn fyrstu viðskipti við opnun markaða.
Magnús Harðarson, Nasdaq Iceland, Helgi Anton Eiríksson, Iceland Seafood International og Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku.