06. mars 2024

Kvika uppfærir græna fjármálaumgjörð

Kvika hefur birt uppfærðan grænan fjármögnunarramma (e. Green Funding Framework), sem var fyrst gefinn út árið 2021 undir heitinu Græn Fjármálumgjörð. Grænn fjármögnunarrammi gerir bankanum kleift að skilgreina með skýrum hætti viðmið um hvað teljast græn lán í eignasafni bankans en á móti þeim eignum getur bankinn svo gefið út græn skuldabréf eða fjármagnað sig með grænum innlánum.

Fjármögnunarramminn er sem fyrr unninn eftir stöðlum ICMA um græna skuldabréfaútgáfu og var flokkunarreglugerð ESB (e. EU Taxonomy) höfð til hliðsjónar. Bankinn hefur nú þegar gefið út græn skuldabréf fyrir jafnvirði rúmlega 13 milljarða króna undir grænu fjármálaumgjörð sinni.

Uppfærsla rammans var unnin í samvinnu við sjálfbærnisérfræðinga frá Swedbank. Þá hlaut uppfærður rammi jákvætt ytra álit frá alþjóðlega úttektaraðilanum Sustainalytics en sá aðili vottaði einnig fyrri ramma bankans árið 2021.

Grænn fjármögnunarrammi Kviku

Til baka