06. júlí 2020

Kvika í samstarf við Columbia Threadneedle Investments

Kvika hefur undirritað samstarfssamning við alþjóðlega eignastýringarfyrirtækið Columbia Threadneedle Investments um sölu og dreifingu á öllum sjóðum fyrirtækisins. 

Columbia Threadneedle Investments er leiðandi alþjóðlegt eignastýringarfyrirtæki með mikið úrval af sjóðum í virkri stýringu fyrir einstaklinga og stofnanafjárfesta. Hjá fyrirtækinu starfa um 2000 starfsmenn og þar af 450 sérfræðingar í fjárfestingum í 17 löndum, staðsettir í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Eignir í stýringu eru yfir 400 milljarðar evra í ýmsum eignaflokkum s.s. skuldabréfasjóðum, hlutabréfasjóðum og öðrum eignaflokkum.

Columbia Threadneedle Investments bætist nú við fjölbreytt úrval skuldabréfa- og hlutabréfasjóða sem viðskiptavinir Kviku hafa aðgang að á heimsvísu. Eignastýring Kviku starfar á breiðum grunni og veitir sparifjáreigendum alhliða fjármálaþjónustu á innlendum og erlendum mörkuðum. 

Til baka