25. febrúar 2022

Kvika gefur út sjálfbærniskýrslu

Kvika hefur gefið út sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2021. Með skýrslunni eru mörkuð tímamót því um er að ræða fyrsta skipti sem Kvika gefur út slíka skýrslu. Fram til þessa hafa birst samfélagsuppgjör á ársgrundvelli en slíkar upplýsingar eru nú hluti af sjálfbærniskýrslunni.


Sjálfbærniskýrslan byggir á UFS-leiðbeiningum Nasdaq (ESG Reporting Guide 2.0) auk þess sem GRI-staðlar (GRI Standards) eru hafðir til hliðsjónar og viðeigandi vísum svarað. Deloitte hefur gefið ófjárhagslegri upplýsingagjöf Kviku á árinu 2021 álit með takmarkaðri vissu og birtist það á sama tíma og skýrslan.


Skýrslan er gefin út samhliða samstæðureikningi Kviku og dótturfélaga og gefur heildstæða mynd af því hvernig unnið er að sjálfbærni og samfélagsábyrgð hjá Kviku á samstæðugrunni. Þau málefni eru í forgrunni hjá Kviku og dótturfélögum eins og forstjóri Kviku víkur að í ávarpi sínu:


„Kvika leggur áherslu á langtímahugsun, einfaldleika og hugrekki í starfsemi sinni. Í framhaldi af samruna Kviku banka við TM og Lykil átti sér stað stefnumótunarvinna fyrir hina nýju samstæðu sem leiddi til aukinnar áherslu á sjálfbærni í starfseminni. Eitt af leiðarljósum okkar er að við erum ábyrgir þátttakendur í samfélaginu og vinnum því að aukinni sjálfbærni í okkar kjarnastarfsemi.“
– Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka

Sjálfbærniskýrsla

Álit Deloitte

Til baka