17. nóvember 2023
Í framhaldi af ákvörðun stjórnar Kviku banka hf. („Kvika“ eða „bankinn“) um að hefja undirbúning að sölu eða skráningu TM trygginga hf. („TM“ eða „félagið“), sem tilkynnt var þann 3. október sl., upplýsist hér með að bankinn mun hefja söluferlið í dag.
Ferlið verður með þeim hætti að Kvika hyggst selja allt útistandandi hlutafé í TM eða selja hlut í félaginu til kjölfestufjárfesta sem kann að leiða til skráningar.
Fyrirtækjaráðgjöf Kviku hefur verið falin umsjón með söluferlinu og hefur BBA//Fjeldco verið ráðinn lögfræðilegur ráðgjafi í ferlinu.
Nánar verður upplýst um framvindu ferlisins um leið og ástæða er til.
Fyrir frekari upplýsingar um ferlið vinsamlegast hafið samband við fyrirtækjaráðgjöf Kviku í gegnum netfangið tm@kvika.is