18. apríl 2023

Hvatningarsjóður Kviku hefur opnað fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Hvatningarsjóði Kviku en sjóðurinn hefur það hlutverk að hvetja og styrkja ungt fólk til iðn- og kennaranáms. Öll þau sem hafa þegar hafið, eða hyggjast hefja á komandi vetri, kennaranám eða nám í löggiltum iðngreinum geta sótt um styrk.

Markmið Hvatningarsjóðs Kviku er að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og kennaranáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf en skortur er á iðn og kennaramenntuðu starfsfólki og er sá skortur víða orðinn hamlandi fyrir starfsemi fyrirtækja og skóla. 

Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð eru eitt af leiðarljósum í stefnu Kviku. Kvika leggur áherslu á að vera ábyrgur þátttakandi í samfélaginu og er sjálfbærni málaflokkur sem er í stöðugri þróun. Hvatningarsjóður Kviku var stofnaður árið 2020 og tekur við af Hvatningarsjóði iðnnema, stofnaður 2018 og Hvatningarsjóði kennaranema, stofnaður árið 2019.

Samstarfsaðilar Kviku í Hvatningarsjóðnum eru Samtök iðnaðarins og mennta- og barnamálaráðuneytið. Sjóðurinn veitir styrki fyrir allt að 10 milljónum króna árlega, en miðað er við að einstaka styrkir séu frá 500.000 til 1.000.000 króna.

Nánari upplýsingar um sjóðinn finna hér

Til baka