23. June 2021
Stjórn FrumkvöðlaAuður veitti tveimur verðugum verkefnum styrki nýverið og var þetta í 12 sinn sem úthlutað var úr sjóðnum.
Fjöldi umsókna bárust sjóðnum og þökkum við öllum umsækjendum fyrir og óskum þeim alls hins besta.
Verkefnin sem voru valin í ár
OCTAVIA
Margrét Júlíana Sigurðardóttir, Jón Andri Sigurðsson, Jean-Philippe Amos og Björn Jóhannesson
Octavia er hugbúnaður og markaðstorg fyrir fjarkennslu í tónlist. Octavia er ætlað á neytendamarkað og verður fyrst og fremst horft til fullorðinna sem vilja læra að spila tónlist en markaðstorgið dýnamískt og samkemppnisdrifið þar sem fólk getur sótt sér kennslu í öllum tónlistarstílum hvar sem er í heiminum.
Teymið sem stendur að baki Octaviu er skipað reynslumiklum einstaklingum í hugbúnaðarþróun, fjárstýringu og markaðsetningu á alþjóðamarkaði.
Fortuna Invest
Aníta Rut Hilmarsdóttir, Rakel Eva Sævarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir
Fortuna Invest er vettvangur sem hefur það að markmiði að auka fjölbreytta þátttöku á fjármálamarkaði. Sérstök áhersla er lögð á að hvetja konur til að fara fyrir fé.
Fortuna Invest er fyrsti vettvangur sinnar tegundar á Íslandi sem hefur skýra, hnitmiðaða og aðgengilega fræðslu um fjárfestingar. Hægt er að fylgjast með verkefninu á Instagram:@fortunainvest. Alls hafa nú yfir 8000 manns fylgt síðunni frá stofunun hennar í nóvember 2020.
FrumkvöðlaAuður
Markmið FrumkvöðlaAuðar að vera góðgerðarsjóður með það að meginstefnu að hvetja konur til athafna og frumkvæðis, sjá nánar https://www.kvika.is/samfelagsabyrgd/frumkvodlaaudur.
Stjórn sjóðsins skipa Kristín Pétursdóttir, sem er formaður, Íris Arna Jóhannsdóttir og Lára Jóna Björnsdóttir.
Kvika óskar styrkþegum innilega til hamingju!