Markmið Kviku er að umbreyta fjármálaþjónustu á Íslandi og auka samkeppni.
Kvika veitir viðskiptavinum sínum almenna bankaþjónustu með áherslu á skjóta og skilvirka afgreiðslu. Bankinn býður úrval innlánsreikninga sniðna að ólíkum þörfum viðskiptavina.
Í netbanka Kviku geta viðskiptavinir sinnt fjölbreyttum bankaviðskiptum auk þess að fylgjast með stöðu verðbréfasafna sinna.
Sérsniðin og skilvirk bankaþjónusta
Kvika veitir einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum og fjárfestum ráðgjöf og sérsniðna þjónustu.
Sérhæfð vörumerki Kviku veita margvíslega fjármálaþjónustu til almennings og fyrirtækja.
Auður er fjármálaþjónusta á netinu og býður upp á innlánsreikninga sem ættu að höfða til allra þeirra sem eru að leggja fyrir og vilja fá sanngjarna vexti á sitt sparifé. Auður veitir þjónustu einungis á netinu og nær þannig að skapa svigrúm til að bjóða viðskiptavinum upp á betri innlánskjör.
Aur appið er notað af yfir 50.000 Íslendingum til að millifæra með einföldum hætti. Aur býður einnig debit- og kredirkort með frábærum fríðindum. Klíkan auðveldar svo hópum að halda utan um og skipta kostnaði.
Lykill fjármögnun sérhæfir sig í fjármögnun á bílum, vélum, tækjum til einstaklinga og fyrirtækja. Lykill einsetur sér að veita góða og skjóta þjónustu og öryggi í viðskiptum sem og að bjóða upp á lága vexti og fjölbreytta fjármögnunarkosti.
Netgíró er einföld greiðslulausn sem þú notar til að greiða fyrir vörur og þjónustu en hefur svo þann valkost að dreifa greiðslunum eftir eigin hentugleika.
Straumur sameinar á einum vettvangi allar helstu greiðslulausnir, þar á meðal posa- og veflausnir sem eru á markaðnum í dag.