Vefkökur eru litlar textaskrár sem vistaðar eru á tölvu eða öðrum snjalltækjum þegar vefsvæði Kviku er heimsótt í fyrsta sinn. Þegar þú heimsækir vefsíðuna næst í sama tæki man það eftir þér og hvernig þú notaðir síðuna.
Kvika notar vefkökur í þeim tilgangi að bæta virkni vefsíðunnar með það að markmiði að bæta þjónustu við notendur. Það er stefna Kviku að nota vefkökur með ábyrgum hætti. Kvika notar vefkökur til að sníða vefsvæðið að þörfum notenda t.d. til að vista stillingar notenda, til að vinna tölfræðilegar upplýsingar, til að greina umferð um vefsvæðið og í markaðslegum tilgangi.
Vefsíða Kviku notar bæði eigin vefkökur og vefkökur frá þriðja aðila. Eigin vefkökur Kviku eru kökur sem verða til á síðu Kviku. Vefkökur senda eingöngu upplýsingar til Kviku.
Nauðsynlegar vefkökur virkja eiginleika á vefsvæðinu sem verða að vera til staðar svo vefsvæðin virki eins og ætlast er til. Nauðsynlegar vefkökur eru vefkökur frá fyrsta aðila sem eingöngu eru notaðar af Kviku. Hér undir falla til dæmis kökur sem muna hvort notandinn er skráður inn á vefsvæði Kviku eða hvaða sérstöku stillingar notandinn hefur valið.
Vefkökur frá þriðja aðila eru vefkökur sem verða til vegna aðgerða sem stafa frá öðrum aðila en þeim sem rekur síðuna sem þú ert að heimsækja, aðila sem Kvika er í samstarfi við eða hagnýtir þjónustu frá. Vefkökur þriðja aðila gera það að verkum að þessir aðilar geta þekkt tækið þitt aftur og eru tilkomnar vegna þjónustu sem bankinn notar.
Vefkökur frá þriðja aðila eru notaðar til að greina umferð um vefsíðu Kviku til að þróa og bæta þjónustu vefsvæðisins með því að fá innsýn í notkun þess og gera leit að tilteknu efni auðveldari.
Kvika banki hf. hefur sett sér persónuverndarstefnu sem finna má á heimasíðu bankans hér.
Allar persónuupplýsingar sem kunna að verða til við notkun á vefkökum verða meðhöndlaðar og unnið með í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Kvika lýsir því yfir að ekki verði unnið með slíkar upplýsingar í öðrum tilgangi en að ofan greinir og þá verða upplýsingarnar ekki varðveittar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu. Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila nema lög kveði á um annað.
Vakin er athygli á því að þriðju aðilar, s.s. þeir sem veita markaðs- eða greiningarþjónustu á netinu, nota einnig vafrakökur. Upplýsingar um notkun þeirra á vafrakökur er hægt að finna á vefsíðum þeirra.
Notendur geta lokað á vafrakökur með því að breyta stillingum á vafra. Með þeim hætti geta notendur dregið til baka samþykki sitt fyrir notkun á vafrakökum. Athuga skal að ef lokað er á allar kökur, þ.m.t. nauðsynlegar kökur, mun það hafa áhrif á virkni vefsíðunnar.
Nánari upplýsingar um hvernig stilla má vafrakökur á mismunandi vöfrum má finna hér.
Hér að neðan er gert grein fyrir því hvaða vefkökur Kvika notar á vefsíðu sinni, tilgangi þeirra og gildistíma: