Thomas Skov Jensen var kjörinn í varastjórn Kviku í mars 2025. Thomas er fæddur árið 1972. Hann lauk M.SC Civ Eng gráðu í byggingarverkfræði frá DTU í Danmörku árið 1998 og MBA gráðu við Háskólann í Reykjavík árið 2008 og er vottaður áhættustjóri (FRM – Financial Risk Manager). Í dag starfar Thomas sem framkvæmdastjóri Innri þjónustu hjá Ístaki og á jafnframt sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Áður en Thomas hóf störf hjá Ístaki starfaði hann í yfir 16 ár hjá Kviku banka og forverum bankans, á árunum 2007-2023, þar sem hann gegndi m.a. stöðu framkvæmdastjóra áhættustýringar og átti sæti í framkvæmdastjórn bankans. Þar áður gegndi og starfi verkefnastjóra hjá EFLU árin 2001-2007.
Thomas hefur gegnt ýmsum stjórnunar- og nefndarstörfum og hefur setið í endurskoðunarnefnd Birtu lífeyrissjóðs frá árinu 2004, sat í stjórn TM árin 2024-2025 og í stjórn Netgíró árin 2017-2018.
Thomas ræður yfir 1.666.667 hlutum í Kviku gegnum einkahlutafélag sitt Millicent ehf., en hefur ekki hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja. Thomas telst þó vera háður Kviku í skilningi leiðbeininganna þar sem hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra áhættustýringar bankans til ársins 2023.