Forsíða /
Um Kviku /
Stjórn /
Sigurður Hannesson

Sigurður Hannesson

Stjórnarformaður

Sigurður Hannesson er stjórnarformaður Kviku. Hann var kjörinn í stjórn bankans í mars 2020. Sigurður er fæddur árið 1980 og starfar sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Sigurður er með DPhil gráðu í stærðfræði frá Oxford háskóla, BS gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í löggildri verðbréfamiðlun.

Á árunum 2013-2017 starfaði Sigurður sem framkvæmdastjóri á eignastýringarsviði hjá MP banka, síðar Kviku banka. Sigurður var árið 2015 varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun fjármagnshafta og árið 2013 sem formaður sérfræðingahóps um aðgerðir í þágu skuldsettra heimila (Leiðréttingin).

Á árunum 2010-2013 starfaði Sigurður sem framkvæmdastjóri Júpíters rekstrarfélags, nú Kvika eignastýring, og á sviði markaðsviðskipta hjá Straumi fjárfestingabanka á árunum 2007-2010. Sigurður situr í stjórnum Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Auðnu-Tæknitorgs ehf., Akkurs SI, SI 1 ehf., Sundabogans slhf., Íslenska byggingarvettvangsins, Seapool ehf., BBL 39 ehf. og Krabbameinsfélags Íslands. Sigurður er eigandi 8.550.107 hluta í Kviku í gegnum einkahlutafélagið BBL 39 ehf. Sigurður hefur ekki hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.