Forsíða /
Um Kviku /
Stjórn /
Páll Harðarson

Páll Harðarson

Stjórnarmeðlimur

Páll Harðarson var kjörinn í stjórn Kviku í mars 2025. Páll er fæddur árið 1966. Hann er með Ph.D. gráðu í hagfræði frá Yale University og BA gráðu í hagfræði frá Macalester College. Á árunum 2023-2024 starfaði Páll sem fjármálastjóri markaðsviðskipta hjá Nasdaq. Frá 2019-2023 var hann fjármálastjóri evrópskra markaða hjá Nasdaq. Áður starfaði hann sem forstjóri Kauphallar Íslands (Nasdaq Iceland) frá 2011 til 2019, og aðstoðarforstjóri og forstöðumaður rekstrarsviðs frá 2002-2011. Þá var Páll hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun 1999-2002.

Páll hefur mikla reynslu af stjórnarstörfum og hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og samtaka, þar á meðal Nasdaq kauphalla á Norðurlöndunum. Páll á 700.000 hluti í Kviku. Páll hefur ekki hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja og telst jafnframt vera óháður félaginu í skilningi leiðbeininganna.