Kolbrún Jónsdóttir var kjörin í varastjórn Kviku í mars 2025. Kolbrún er fædd árið 1962. Hún er með Cand Oecon gráðu frá Háskóla Íslands. Á árunum 2016-2024 starfaði Kolbrún sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandshótelum, áður hafði hún setið í stjórn félagsins frá árinu 2015 til 2016. Kolbrún var framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Kjölfestu árin 2012-2016. Frá árinu 2008-2010 starfaði hún hjá Vátryggingafélagi Íslands sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Kolbrún starfaði hjá Íslandsbanka á árunum 1996-2008 sem útibússtjóri og forstöðumaður bakvinnslu bankans auk þess sem hún starfaði að ýmsum verkefnum fyrir bankann. Árin 1989-1996 var Kolbrún fjármálastjóri Húsasmiðjunnar.
Kolbrún hefur mikla reynslu af stjórnunarstörfum og hefur m.a. setið í stjórnum Íslandsbanka, Húsasmiðjunnar, Íslandshótela og verið formaður endurskoðunarnefndar lifeyrissjóðs. Kolbrún ræður yfir 12.850 hlutum í Kviku í gegnum einkahlutafélagið Tópas ehf. Kolbrún hefur ekki hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja og telst jafnframt vera óhað félaginu í skilningi leiðbeininganna.