Forsíða /
Um Kviku /
Stjórn /
Ingunn Svala Leifsdóttir

Ingunn Svala Leifsdóttir

Stjórnarmeðlimur

Ingunn Svala Leifsdóttir er fædd árið 1976. Ingunn Svala lauk BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1999, með áherslu á reikningshald og fjármál, og Cand. Oecon prófi í viðskiptafræði frá sama skóla árið 2001, með áherslu á reikningshald og stjórnun. Ingunn Svala lauk Advanced Management program (AMP) frá IESE Business School í New York árið 2018.

Í dag starfar Ingunn Svala sem framkvæmdastjóri rekstrar Háskólans í Reykjavík og situr í framkvæmdastjórn skólans. Ingunn Svala hefur viðamikla reynslu af stjórnarstörfum. Hún hefur setið í stjórn Slippsins Akureyri ehf. frá árinu 2015 og vörustýringarfélagsins Parlogis ehf. frá árinu 2014. Ingunn Svala sat í endurskoðunarnefnd VÍS á árunum 2019 til 2021 og í stjórn Líftryggingafélags Íslands á árunum 2017 til 2021. Ingunn Svala hefur einnig starfað við eigin rekstur, m.a. á sviði bókhalds og fasteignaviðskipta.

Ingunn Svala hefur einnig víðtæka reynslu úr fjármálageiranum, en hún starfaði t.a.m. fyrir skilanefnd Kaupþings sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs bankans á árunum 2009 til 2011 og á árunum 2007 til 2009 starfaði hún sem rekstrarstjóri á fjárfestingabankasviði (e. global business controller) hjá Kaupþingi banka. Þá starfaði Ingunn Svala innan Actavis Group PTC samsteypunnar á árunum 2006 til 2007 sem fjármálastjóri Actavis hf., Medís ehf., Actavis Group hf. og Actavis Group PTC ehf.