Forsíða /
Um Kviku /
Stjórn /
Ingunn Svala Leifsdóttir

Ingunn Svala Leifsdóttir

Stjórnarmeðlimur

Ingunn Svala Leifsdóttir var kjörin í stjórn Kviku í september 2021. Ingunn er er fædd árið 1976. Ingunn Svala lauk BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1999, með áherslu á reikningshald og fjármál, og Cand. Oecon prófi í viðskiptafræði frá sama skóla árið 2001, með áherslu á reikningshald og stjórnun. Ingunn Svala lauk Advanced Management program (AMP) frá IESE Business School í New York árið 2018.

Í dag starfar Ingunn Svala sem framkvæmdastjóri hjá Olís. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Dophop og í um sjö ár sem framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík þar á undan.

Ingunn hefur einnig víðtæka reynslu úr fjármálageiranum, en hún starfaði t.a.m. fyrir skilanefnd Kaupþings sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs bankans á árunum 2009 til 2011 og á árunum 2007 til 2009 starfaði hún sem rekstrarstjóri á fjárfestingabankasviði hjá Kaupþingi banka. Þá starfaði Ingunn Svala innan Actavis Group PTC samsteypunnar á árunum 2006 til 2007 sem fjármálastjóri Actavis hf., Medís ehf., Actavis Group hf. og Actavis Group PTC ehf. Ingunn hefur mikla reynslu af stjórnarstörfum og situr í dag í stjórnum lyfjafyrirtækisins Ósar – lífæð heilbrigðis hf. og dótturfélags þess, Parlogis ehf. Ingunn Svala á ekki hluti í Kviku og hefur ekki hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.