Forsíða /
Um Kviku /
Stjórn /
Helga Kristín Auðunsdóttir

Helga Kristín Auðunsdóttir

Stjórnarmeðlimur

Helga Kristín Auðunsdóttir er fædd árið 1980. Helga Kristín er með doktorsgráðu í lögfræði frá Fordham háskóla í New York. Hún lauk BS gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2004 og ML gráðu í lögfræði árið 2006 frá sama skóla. Lauk hún LL.M. gráðu í lögfræði frá háskólanum í Miami í alþjóðlegum viðskiptarétti og samningagerð. Þá nam Helga Kristín lögfræði við Aristotle háskólann í Thessaloniki í Grikklandi. Í doktorsnámi sínu við Fordham háskólann rannsakaði Helga m.a. fjárfestingar vogunarsjóða og hvaða þættir hafa áhrif á það hvernig þeir beita sér sem hluthafar í skráðum félögum.

Helga Kristín hefur starfað í um tíu ára skeið sem stjórnandi og lektor við Háskólann á Bifröst. Þar áður starfaði hún sem lögfræðingur FGM/Auðkennis, nú hluti af Seðlabanka Íslands, sem lögfræðingur hjá Stoðum hf., áður FL Group, og sem kennari við lagadeild University of Miami árið 2010-2011. Helga Kristín sat í aðalstjórn TM hf. frá árinu 2020 og í varastjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. á árunum 2012-2015. Helga Kristín á ekki hluti í Kviku og hefur ekki hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.