Forsíða /
Um Kviku /
Stjórn /
Helga Kristín Auðunsdóttir
Helga Kristín Auðunsdóttir
Stjórnarmeðlimur

Helga Kristín Auðunsdóttir er varaformaður stjórnar. Hún var kjörin í stjórn Kviku í apríl 2021. Helga Kristín er fædd árið 1980. Helga Kristín er með doktorsgráðu í lögfræði frá Fordham háskóla í New York. Í doktorsnámi sínu við Fordham háskólann rannsakaði Helga m.a. stjórnarhætti fyrirtækja út frá fjárfestingum vogunarsjóða. Hún lauk BS gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2004 og ML gráðu í lögfræði árið 2006 frá sama skóla. Lauk hún LL.M. gráðu í lögfræði frá háskólanum í Miami í alþjóðlegum viðskiptarétti og samningagerð árið 2010. Helga Kristín starfar sem lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Áður starfaði hún sem stjórnandi og lektor við Háskólann á Bifröst. Þar áður starfaði hún sem lögfræðingur FGM/Auðkennis, nú hluti af Seðlabanka Íslands, sem lögfræðingur hjá Stoðum hf. og sem kennari við lagadeild University of Miami.

Helga Kristín hefur setið í stjórn TM trygginga hf. frá árinu 2023, áður sat hún í stjórn TM hf. árið 2020-2021 og í varastjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. á árunum 2012-2015. Helga Kristín á ekki hluti í Kviku og hefur ekki hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja, og telst jafnframt vera óháð bankanum í skilningi leiðbeininganna.