Forsíða /
Um Kviku /
Stjórn /
Guðmundur Þórðarson

Guðmundur Þórðarson

Stjórnarmeðlimur

Guðmundur Þórðarson er varaformaður stjórnar Kviku. Hann var kjörinn í stjórn bankans í mars 2017. Guðmundur er fæddur árið 1972. Hann útskrifaðist með Cand. Oecon próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1997. Einnig hefur hann lokið prófi í verðbréfamiðlun og eignastýringu í Bretlandi.

Guðmundur starfar að aðalstarfi við eigin fjárfestingar. Frá árinu 1997 til 2000 starfaði Guðmundur við eignastýringu hjá Landsbréfum hf. Frá árinu 2000 til 2003 starfaði Guðmundur sem sérfræðingur hjá þróunarsviði og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. Frá árinu 2003 til 2007 starfaði Guðmundur sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá Straumi fjárfestingarbanka hf.

Guðmundur situr í stjórnum Heddu eignarhaldsfélags ehf., Skeljar Investments ehf. og Attis ehf. og er jafnframt varamaður í stjórn Bílaleigu BDT ehf. Aðili fjárhagslega tengdur Guðmundi, er eigandi 133.500.000 hluta í Kviku í gegnum félögin Attis ehf. og SNV Holding ehf. Guðmundur hefur ekki hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.