Forsíða /
Um Kviku /
Stjórn /
Guðjón Reynisson

Guðjón Reynisson

Stjórnarmeðlimur

Guðjón Reynisson var kjörinn í stjórn Kviku í mars 2018. Guðjón er fæddur árið 1963 og er í dag sjálfstætt starfandi fjárfestir, ráðgjafi og stjórnarmaður. Á árunum 2008-2017 starfaði hann sem forstjóri Hamleys of London. Á árunum 2003-2008 gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra 10-11 verslana. Á árunum 1998-2003 var hann framkvæmdastjóri sölusviðs Tals.

Guðjón hlaut MBA gráðu frá Háskóla Íslands 2002, lauk rekstrar- og viðskiptanámi frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 1999 og útskrifaðist með Íþróttakennararéttindi á grunn– og framhaldsskólastigi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1986. Guðjón hefur setið í stjórn Festis hf. frá 2014 og Securitas hf. frá 2018. Guðjón ræður yfir 10.410.789 hlutum í Kviku í gegnum einkahlutafélag sitt Hakk ehf., en hefur ekki hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.