Lilja Jensen hefur starfað hjá Kviku og forvera hans frá árinu 2012 og sem yfirlögfræðingur bankans frá árinu 2015. Áður starfaði hún hjá LOGOS lögmannsþjónustu frá árinu 2008-2012, sem laganemi og sem fulltrúi. Áður starfaði Lilja sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala háskólasjúkrahúsi og Eir hjúkrunarheimili.
Lilja er með BS gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands ásamt BA og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Lilja er jafnframt með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi.