Elísabet hefur mikla reynslu á fjármálamarkaði en hún hefur starfað hjá Kviku banka frá árinu 2021 þar sem hún hefur leitt markaðsfjármögnun bankans. Elísabet starfaði um tíu ára skeið við áhættustýringu hjá J.P. Morgan, fyrst í New York við stýringu markaðs- og mótaðilaáhættu bankans, og síðar í London þar sem hún stýrði veltubók með skuldatryggingar og sambankalán. Við heimkomu árið 2017 hóf Elísabet störf í fjárstýringu Landsbankans áður en hún gekk til liðs við Kviku.
Elísabet er fjármálaverkfræðingur að mennt og lauk meistaraprófi við Cornell háskóla árið 2008 og B.Sc. prófi í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og diplóma námi sem viðurkenndur stjórnarmaður.