Forsíða /
Um Kviku /
Framkvæmdastjórn /
Ármann Þorvaldsson

Ármann Þorvaldsson

Forstjóri

Ármann Þorvaldsson hóf störf sem forstjóri Kviku í ágúst 2023. Hann hafði áður starfað sem forstjóri Kviku árin 2017 - 2019 og aðstoðarforstjóri Kviku á árunum 2019 - 2022.

Ármann hefur starfað á fjármálamarkaði í rúm tuttugu ár. Á árunum 1997 til 2005 var hann framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings og frá 2005 til 2008 framkvæmdastjóri Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi. Síðar starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá fasteignalánafélaginu Ortus Secured Finance í London þar til hann gekk til liðs við Virðingu árið 2015. Hann starfaði hjá Virðingu þar til hann var ráðinn forstjóri Kviku, síðast sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar.

Ármann útskrifaðist með MBA gráðu frá Boston University árið 1994 og er með BA gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands.