Forstjóri Kviku frá ágústmánuði 2023 er Ármann Þorvaldsson. Ármann er fæddur árið 1968 og starfaði sem forstjóri Kviku á árunum 2017-2019 og var aðstoðarforstjóri bankans á árunum 2019-2022. Ármann hefur starfað á fjármálamarkaði í tæp þrjátíu ár. Á árunum 1997 til 2005 var hann framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings og frá 2005 til 2008 framkvæmdastjóri Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi. Síðar starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá fasteignalánafélaginu Ortus Secured Finance í London þar til hann gekk til liðs við Virðingu árið 2015. Hann starfaði hjá Virðingu þar til hann var ráðinn forstjóri Kviku, síðast sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar. Ármann útskrifaðist með MBA gráðu frá Boston University árið 1994 og er með BA gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Ármann ræður yfir 759.892 hlutum í Kviku og hefur einnig gert kaupréttarsamninga við Kviku um hlutafé í bankanum í samræmi við starfskjarastefnu og kaupaaukakerfi bankans. Þá á Ármann, ásamt fjölskyldu hans, félagið BMA ehf. sem ræður yfir 4.082.158 hlutum í bankanum. Hann hefur ekki hagsmunatengsl við helstu viðskiptavini, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.