Forsíða /
Um Kviku /
Stjórn og stjórnarhættir /
Undirnefndir stjórnar og endurskoðun

Undirnefndir stjórnar og endurskoðun

Innan stjórnar Kviku banka hf. starfa þrjár undirnefndir, endurskoðunarnefnd, áhættunefnd og starfskjaranefnd. Nefndirnar undirbúa umfjöllun hjá stjórn á tilteknum starfssviðum og annast nánari athugun á málum. Ákvörðunarvald og ábyrgð er óskert hjá stjórn.

Stjórn skipar nefndarmenn í undirnefndir á fyrsta reglulega stjórnarfundi eftir aðalfund bankans og tekur ákvörðun um hverjir skuli vera formenn nefnda.

Undirnefndir stjórnar setja sér starfsreglur sem staðfestar eru af stjórn bankans. Formenn undirnefnda skulu gera stjórn reglulega grein fyrir störfum þeirra svo og þegar einstök mál koma til umræðu á stjórnarfundi hafi þau verið rædd í nefndunum. Stjórnarmenn skulu auk þess hafa aðgang að gögnum og fundargerðum undirnefnda.

Áhættunefnd

Áhættunefnd bankans er ætlað að sinna ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir stjórn bankans, m.a. vegna mótunar áhættustefnu og áhættuvilja hans. Nefndin hefur eftirlit með fyrirkomulagi og virkni áhættustýringar, stýringu útlánaáhættu, markaðsáhættu, greiðsluhæfisáhættu, rekstraráhættu, orðsporsáhættu og annarri áhættu eftir því sem tilefni er til.

Nefndina skipa Ingunn Svala Leifsdóttir, formaður, Sigurgeir Guðlaugsson og Sigurður Hannesson.

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd bankans er ætlað að sinna ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir stjórn bankans, m.a. við að tryggja gæði ársreikninga og annarra fjármálaupplýsinga bankans og óhæði endurskoðunar bankans. Nefndin hefur eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila, virkni innra eftirlits auk innri og ytri endurskoðunar.

Nefndina skipa Helga Kristín Auðunsdóttir, formaður, Ingunn Svala Leifsdóttir og Margrét G. Flóvenz.

Starfskjaranefnd

Starfskjaranefnd bankans er ætlað að sinna ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir stjórn bankans í tengslum við starfskjör hjá félaginu og að þau styðji við markmið og hagsmuni þess. Meginhlutverk starfskjaranefndar er að útbúa árlega starfskjarastefnu fyrir bankann og hafa eftirlit með framkvæmd starfskjarastefnunnar.

Nefndina skipa Guðjón Reynisson, formaður, Sigurður Hannesson og Helga Kristín Auðunsdóttir

Endurskoðun

Ytri endurskoðendur bankans eru Deloitte ehf.