Forsíða /
Um Kviku /
Sterk auðkenning

Sterk auðkenning

Öruggari innskráning með sterkri auðkenningu

Öruggari innskráning með sterkri auðkenningu

Nýjar reglur um greiðsluþjónustu fela í sér að framvegis þarf sterka auðkenningu við innskráningu í netbanka og fyrir staðfestingu á greiðslum í gegnum netið.

Hvað er sterk auðkenning?

Til að tryggja að þú sért í raun og veru hinn skráði notandi þarft þú að sanna það með tveimur af eftirfarandi þremur aðferðum:

  • Lífkenni (Getur verið fingrafar eða andlitsskanni á síma)
  • Lykilorð eða PIN
  • Rafræn skilríki í síma eða á korti eða með öryggislykli

Þessi öryggisatriði eru gerð með hag notanda í huga til að koma í veg fyrir falskar innskráningar.

Til að tryggja öryggi viðskiptavina okkar notar Kvika sterka auðkenningu á eftirfarandi þjónustum:

  • Innskráning í netbanka
  • Staðfestingu á millifærslur á nýja viðtakendur
  • Greiðslur með kreditkorti á netinu

Sterk auðkenning fer fram með rafrænum skilríkjum í síma eða á korti með öryggislykli þegar framkvæma á fyrrnefndar aðgerðir.

Vantar þig aðstoð með sterka auðkenningu? Ekki hika við að hafa samband í 540 3200 eða kvika@kvika.is og við leysum málið.