Ísland og Bandaríkin hafa gert samning um regluleg upplýsingaskipti vegna skattamála í samræmi við svokallaða FATCA löggjöf (Foreign Account Tax Compliance Act) sem samþykkt var í Bandaríkjunum á árinu 2010. Samkvæmt umræddum lögum og samningnum ber íslenskum fjármálafyrirtækum að skila árlega til skattsins upplýsingum um tekjur og eignir bandarískra skattaðila.
Með hliðsjón af framangreindu ber viðskiptavinum að skila til Kviku viðeigandi eyðublaði sem útgefið er af bandarískum skattyfirvöldum við eftirfarandi aðstæður:
Ef viðskiptavinur er með bandarískan ríkisborgararétt eða lögheimili/aðsetur í Banríkjunum. Þetta á einnig við um aðila með tvöfalt ríkisfang (e. dual citizenship) ef annað þeirra er í Bandaríkjunum.
Hvaða eyðublaði á að skila?
Ef viðskiptavinur er bandarískur skattaðili | Á við um aðila (einstaklinga og lögaðila) sem eru skattalega heimilisfastir í bandaríkjunum skv. gildandi tvísköttunarsamningi, s.s. bandaríska ríkisborgara og handhafa græna kortsins. | W-9 (gildir fyrir bæði einstaklinga og lögaðila / ótímabundinn gildistími) |
Ef viðskiptavinur er ekki bandarískur skattaðili | Á við um aðila (einstaklinga og lögaðila) sem ekki eru bandarískir skattaðilar. Þetta getur t.d. átt við um aðila sem áður var skattalega heimilisfastur í Bandaríkjunum en er það ekki lengur. | Ef einstaklingur: W-8BEN (gildir í þrjú ár frá undirritun)
Ef lögaðili: W-8BEN-E (gildir í þrjú ár frá undirritun) |
Vinsamlegast athugið að Kvika veitir ekki skattaráðgjöf í tengslum við FATCA eða framangreind eyðublöð sem útgefin eru af bandarískum skattyfirvöldum. Þá skal tekið fram að önnur eyðublöð kunna eftir atvikum að eiga við, t.d. þegar um er að ræða ríkisstofnanir og alþjóðastofnanir. Nánari upplýsingar um FATCA má finna á vefsíðu skattsins (sjá hér) og á vefsíðu bandarískra skattyfirvaralda (sjá hér). Ef viðskiptavinur er í vafa um skattalega stöðu sína og/eða hvaða upplýsingum honum ber að skila er ráðlagt að viðkomandi leiti ráðgjafar sérfræðinga á sviði skattmála.