Forsíða /
Um Kviku /
Mannauður /
Störf í boði hjá Kviku banka

Störf í boði hjá Kviku banka

Kerfisstjóri

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á rekstri tölvukerfa til að starfa í rekstrar teymi á upplýsingatæknisviði bankans. Teymið vinnur að fjölbreyttum verkefnum þvert á samstæðu og býr yfir mikilli reynslu. Viðkomandi þarf að vera lausnamiðaður, viljugur til að læra og vera tilbúin að setja sig inn í tæknilega flókin mál.

Kvika leitast við að auka fjölbreytileika meðal starfsfólks og fjölga konum í upplýsingatækni og hvetur öll áhugasöm, óháð kyni, til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón upplýsingakerfa og annarra tæknikerfa Kviku
  • Þátttaka í innleiðingu tæknilausna
  • Reglulegt eftirlit með rekstri kerfa ásamt samskiptum við innri og ytri samstarfsaðila
  • Eftirlit með öryggismálum upplýsingatæknikerfa
  • Önnur tilfallandi verkefni á sviði upplýsingatæknimála

Menntun og hæfniskröfur:

  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af Windows kerfisstjórnun
  • Þekking og reynsla af rekstri Microsoft 365 umhverfis
  • Þekking og reynsla af Linux kerfisstjórnun er kostur
  • Þekking á net og öryggislausnum er kostur
  • Sjálfstæði og vönduð vinnubrög
  • Færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
  • Mikill áhugi á að læra nýja hluti

Kvika er öflugur banki með mikla áherslu á nýsköpun og stafrænt vöruframboð. Starfsumhverfið einkennist af samvinnu og sveigjanleika, með áherslu á frumkvæði starfsfólks, jafnrétti og gefur tækifæri til að starfa með fjölbreyttum hópi sérfræðinga með víðtæka reynslu.

Nánari upplýsingar veitir Hlynur Guðmundsson, forstöðmaður upplýsingatæknireksturs, hlynur.gudmundsson@kvika.is

Umsóknarfrestur er til og með 8. desember 2023.

Sækja um starf

Almenn umsókn

Kvika er öflugur banki sem stuðlar að umbreytingu og samkeppni á fjármálamarkaði. Gildi Kviku eru: einfaldleiki, hugrekki og langtímahugsun. Við leggjum mikið upp úr upplifun viðskiptavina, nýsköpun og stafrænu vöruframboði. Á meðal vörumerkja samstæðunnar eru Kvika, Kvika eignastýring, TM, Lykill, Auður, Netgíró, Straumur og Aur. Kvika er árangursdrifið og metnaðarfullt fyrirtæki þar sem starfsfólk virðir og styður hvort annað.

Sækja um