Forsíða /
Um Kviku /
Mannauður /
Störf í boði hjá Kviku banka

Störf í boði hjá Kviku banka

Forstöðumaður upplýsingatæknireksturs

Við leitum eftir jákvæðum, úrræðagóðum og öflugum leiðtoga til að starfa á rekstrar- og þróunarsviði Kviku. Forstöðumaður upplýsingatæknireksturs mun leiða teymi sem samanstendur af notendaþjónustu og kerfisrekstri ásamt því að vera hluti af stjórnendateymi bankans.

Nánari upplýsingar veitir Anna Rut Ágústsdóttir, anna.agustsdottir@kvika.is. Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar 2023.

Sækja um

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Ábyrgð á kerfisrekstri og notendaþjónustu samstæðunnar
 • Samningar og samskipti við birgja
 • Kostnaðarhagræði
 • Verkefnastýring fyrir innviði

Hæfnis- og menntunarkröfur

 • Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun æskileg
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Reynsla af sambærilegum hlutverkum
 • Reynsla af stjórnun æskileg
 • Reynsla úr fjármálageiranum kostur
 • Þekking og reynsla af skýjaþjónustum eins og AWS eða Azure
 • Reynsla af DevOps og agile þróun

Sérfræðingur í viðskiptagreind

Kvika er öflugur fjártæknibanki sem stuðlar að umbreytingu og samkeppni á fjármálamarkaði með áherslu á upplifun viðskiptavina, nýsköpun og stafrænu vöruframboði. Vörumerki samstæðunnar eru meðal annars TM, Kvika eignastýring, Lykill, Auður, Netgíró og Aur.

Starfsumhverfið einkennist af samvinnu og liðsheild, frumkvæði starfsfólks, jöfnum tækifærum, trausti og jákvæðni.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Eðvald Ingi Gíslason, forstöðumaður hagdeildar, edvald.gislason@kvika.is. Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar 2023.

Sækja um

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Þróun og rekstur á lykilmælikvörðum samstæðu
 • Þróun á viðskiptagreindarumhverfi og undirliggjandi gagnaferlum
 • Þróun á stjórnendaskýrslum
 • Aðkoma að þróun á vöruhúsi gagna og gagnalagi viðskiptagreindar

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólanám sem nýtist í starfi
 • Reynsla af gagnavinnslu, greiningu og framsetningu gagna með SQL og Power BI
 • Forritunarreynsla í Python, R eða C# kostur
 • Þekking á lausnum á borð við SSAS eða Azure Analytics kostur
 • Reynsla af áætlanagerð og hugbúnaði til áætlanagerðar kostur
 • Reynsla af vinnu í agile umhverfi
 • Góðir samskiptahæfileikar
 • Skipulags- og aðlögunarhæfni í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi

Verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf

Fyrirtækjaráðgjöf Kviku veitir ýmiss konar ráðgjöf og er áhersla lögð á kaup og sölu fyrirtækja, fjármögnun og skráningu verðbréfa.

Leitað er að reynslumiklum verkefnastjóra sem mun stýra verkefnum í fyrirtækjaráðgjöf. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri samskiptafærni, getu til að stýra verkefnum, flutt kynningar, verið sjálfstæður og lausnamiðaður.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Erlendur Davíðsson, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar, erlendur.davidsson@kvika.is. Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar 2023.

Sækja um

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón og stýring verkefna í fyrirtækjaráðgjöf skv. viðmiðum bankans, lögum og reglum
 • Ábyrgð á samskiptum við viðskiptavini og aðra hagaðila, verkefnastýringu, greiningum, virðismötum, kynningum, framsetningu gagna og eftirfylgni verkefna
 • Öflun nýrra verkefna og viðskiptasambanda

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Frumkvæði, leiðtogahæfni og mjög góð samstarfs- og samskiptahæfni
 • Yfirgripsmikil þekking og reynsla af störfum við fjárfestingar og/eða fyrirtækjaráðgjöf
 • Góð þekking og skilningur á greiningum fyrirtækja og markaða
 • Þjónustulund og rökfesta
 • Hæfni í samningagerð
 • Greiningarhæfni og færni í framsetningu gagna

Sérfræðingur í eigin viðskiptum

Við leitum eftir metnaðarfullum, jákvæðum og úrræðagóðum einstaklingi til þess að starfa innan eigin viðskipta Kviku banka. Viðkomandi þarf að búa yfir færni í framsetningu og hagnýtingu upplýsinga og gagna ásamt brennandi áhuga á fjármálamörkuðum.

Spennandi tækifæri fyrir aðila sem hefur áhuga á að starfa á verðbréfa- og fjármálamarkaði.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Karl Högnason, forstöðumaður fjárstýringar, halldor.hognason@kvika.is. Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar 2023.

Sækja um

Helstu verkefni eru:

 • Umsjón með verðbréfasafni Kviku banka í skráðum verðbréfum
 • Viðskipti með verðbréf fyrir hönd bankans á Nasdaq Iceland
 • Greining á fjárfestingartækifærum
 • Umsjón með viðskiptavakt á hlutabréfum og skuldabréfum fyrir hönd útgefenda
 • Samskipti við verðbréfamiðlara og aðra þátttakendur á markaði

Hæfnis- og menntunarkröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Hæfni til að geta starfað í krefjandi umhverfi
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Sterk greiningarfærni og þekking á fjármálum
 • Gott vald á íslensku og ensku
 • Reynsla af störfum á fjármálamarkaði
 • Próf í verðbréfaviðskiptum

Almenn umsókn

Kvika er öflugur banki sem stuðlar að umbreytingu og samkeppni á fjármálamarkaði. Gildi Kviku eru langtímahugsun og við leggjum mikið upp úr upplifun viðskiptavina, nýsköpun og stafrænu vöruframboði. Á meðal vörumerkja samstæðunnar eru Kvika, Kvika eignastýring, TM, Lykill, Auður, Netgíró og Aur. Kvika er árangursdrifið og metnaðarfullt fyrirtæki þar sem starfsfólk virðir og styður hvort annað.

Sækja um