Forsíða /
Um Kviku /
Mannauður /
Störf í boði hjá Kviku banka

Störf í boði hjá Kviku banka

Kerfisstjóri

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á rekstri tölvukerfa til að starfa í rekstrar teymi á upplýsingatæknisviði bankans. Teymið vinnur að fjölbreyttum verkefnum þvert á samstæðu og býr yfir mikilli reynslu. Viðkomandi þarf að vera lausnamiðaður, viljugur til að læra og tilbúin að setja sig inn í tæknilega flókin mál.

Kvika leitast við að auka fjölbreytileika meðal starfsfólks og fjölga konum í upplýsingatækni og hvetur öll áhugasöm, óháð kyni, til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð:

· Umsjón upplýsingakerfa og annarra tæknikerfa Kviku

· Þátttaka í innleiðingu tæknilausna

· Reglulegt eftirlit með rekstri kerfa ásamt samskiptum við innri og ytri samstarfsaðila

· Eftirlit með öryggismálum upplýsingatæknikerfa

· Önnur tilfallandi verkefni á sviði upplýsingatæknimála

Menntun og hæfniskröfur:

· Menntun og reynsla sem nýtist í starfi

· Þekking og reynsla af Windows kerfisstjórnun

· Þekking og reynsla af rekstri Microsoft 365 umhverfis

· Þekking og reynsla af Azure og AWS

· Þekking og reynsla af Linux kerfisstjórnun er kostur

· Þekking á net og öryggislausnum er kostur

· Sjálfstæði og vönduð vinnubrögð

· Færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu

· Mikill áhugi á að læra nýja hluti

Nánari upplýsingar veitir Hlynur Guðmundsson, forstöðmaður upplýsingatæknireksturs, hlynur.gudmundsson@kvika.is

Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar 2025.

Sækja um starf

Húsnæðisumsjón og rekstur

Við leitum að drífandi og öflugum einstaklingi til að hafa umsjón með daglegum rekstri húsnæðis og aðstöðu hjá Kviku banka ásamt því að sinna öðrum rekstrartengdum málum. Staðan er fjölbreytt og krefjandi og hentar vel þeim sem hafa metnað, eru lausnamiðuð og njóta þess að takast á við fjölbreytt verkefni í lifandi starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

· Umsjón með húsnæðismálum, þar á meðal viðhaldi, ræstingu og öryggismálum

· Umsjón með samskiptum við þjónustuaðila og birgja

· Skipulag og innkaup á skrifstofuvörum, húsgögnum og tengdum þjónustum

· Aðstoð við uppsetningu vinnuaðstöðu fyrir nýja starfsmenn og umsjón með húsnæðisbreytingum innan fyrirtækisins

· Umsjón með aðgangskerfum og útgáfu aðgangskorta

· Umsjón með rekstri sumarbústaða félagsins, þar á meðal viðhald og bókanir

· Yfirferð og samþykkt reikninga og skráning á kostnaði milli deilda

Menntunar- og hæfniskröfur:

· Reynsla af skrifstofustörfum eða af sambærilegum störfum

· Skipulagshæfni og geta til að sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum

· Framúrskarandi hæfni til að leysa úr vandamálum og bregðast við óvæntum aðstæðum.

· Þjónustulund, lausnamiðað hugarfar og góð samskiptafærni

· Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

· Góð íslenskukunnátta

Nánari upplýsingar veitir Hrund Ólafsdóttir, forstöðumaður rekstrardeildar, hrund.olafsdottir@kvika.is

Umsóknarfrestur er til og með 6. febrúar 2025.

Sækja um starf

Sumarstarf hjá Kviku

Kvika leitar að metnaðarfullu og þjónustulipru starfsfólki til að ganga til liðs við okkur í fjölbreytt sumarstörf fyrir sumarið 2025. Spennandi tækifæri fyrir einstaklinga sem vilja öðlast dýrmæta reynslu í bankastarfsemi og taka þátt í að veita framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini okkar.

Sækja um starf

Almenn umsókn

Kvika er öflugur banki sem stuðlar að umbreytingu og samkeppni á fjármálamarkaði. Gildi Kviku eru: hugrekki, einfaldleiki og langtímahugsun. Við leggjum mikið upp úr upplifun viðskiptavina, nýsköpun og stafrænu vöruframboði. Á meðal vörumerkja samstæðunnar eru Kvika, Kvika eignastýring, TM, Lykill, Auður, Netgíró, Straumur og Aur. Kvika er árangursdrifið og metnaðarfullt fyrirtæki þar sem starfsfólk virðir og styður hvort annað.

Sækja um