Forsíða /
Um Kviku /
Mannauður
Mannauður
Starfsumhverfi Kviku einkennist af sveigjanleika, samvinnu og liðsheild, frumkvæði starfsfólks, jöfnum tækifærum, trausti og heilsusamlegu og jákvæðu umhverfi.

Vinna hjá Kviku

clipped rect

Við viljum að Kvika sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem starfsfólk nýtur jafns rétts og tækifæra. Vinnuumhverfið byggir á sveigjanleika, trausti, samvinnu og heilbrigðum starfsanda.

Við leggjum áherslu á fagmennsku, langtímahugsun og virðingu fyrir mannréttindum í allri starfsemi bankans.

Kvika hefur sett sér mannauðs-, jafnréttis- og heilsustefnu sem tryggir jafna meðferð við launaákvarðanir óháð kyni, aldri, trú, uppruna eða öðrum ómálefnalegum þáttum. Konur og karlar fá jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf. Bankinn hefur innleitt jafnlaunakerfi og hlotið jafnlaunavottun.