Um Kviku

Tilgangur Kviku er að auka samkeppni og einfalda fjármál viðskiptavina með því að nýta innviði og fjárhagslegan styrk. Gildi Kviku eru Hugrekki, Einfaldleiki og Langtímahugsun. Félagið leggur áherslu á að hugsa til framtíðar og stuðla að sjálfbæru samfélagi með virkri þátttöku.

Starfsemi

Kvika banki hf. er móðurfélag Kviku samstæðunnar sem samanstendur af fjórum tekjusviðum, tveimur sem rekin eru undir nafni Kviku banka og tveimur sem rekin eru í dótturfélögum undir eigin vörumerki.