Tilhlýðileikamat

Í tilefni af nýrri löggjöf um markaði fyrir fjármálagerninga, þar sem auknar kröfur eru gerðar til verðbréfafyrirtækja að meta hvort vara eða þjónusta sé tilhlýðileg fyrir viðskiptavin, viljum við biðja þig að svara nokkrum spurningum um þekkingu þína og reynslu á sviði fjárfestinga. Vinsamlega athugaðu að þegar svarað er f.h. lögaðila skulu upplýsinar um þekkingu og reynslu miðast við þann aðila sem kemur fram fyrir hönd lögaðilans.

Ef þú ert bæði í viðskiptum persónulega og fyrir hönd lögaðila er mikilvægt að svara fyrir bæði þig og alla lögaðila.

Upplýsingar um þá lögaðila sem þú getur svarað fyrir birtast þegar þú velur „lögaðili“ og skráir þig inn með rafrænum skilríkjum. Upplýsingarnar eru sóttar úr fyrirtækjaskrá en mundu að svara eingöngu fyrir þá lögaðila sem eru í viðskiptum við Kviku.

Tilgangur tilhlýðileikamats er að gera Kviku banka hf. kleift að aðhafast með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Framangreindar upplýsingar eru nauðsynlegar til að gera okkur kleift að framkvmæma slíkt mat. Þau svör sem þú gefur verða lögð til grundvallar matinu  og afar nauðsynlegt er þar af leiðandi að þú svarir með réttum og fullnægjandi hætti. Sé um að ræða ranga eða ófullnægjandi upplýsingagjöf getur bankinn ekki lagt mat á það hvort vara eða þjónusta sé tilhlýðileg fyrir þig.

Reglulega verður kallað eftir uppfærslu þessara upplýsinga og höfum við kappkostað að gera ferlið eins einfalt og mögulega er unnt.

Vinsamlegast opnaðu þessa vefslóð til að fylla út könnunina: https://kyc.kvika.is/tilhlydileikamat