Sjálfbærnióskir

Tengsl milli fjárfestinga, umhverfis og samfélags

Loftslagsbreytingar og hnignun umhverfisins eru meðal helstu alþjóðlegu áskorana okkar tíma. Þjóðir um allan heim vinna að því að takmarka áhrif loftslagsbreytinga, endurheimta líffræðilegan fjölbreytileika og snúa við víðtækri hnignun umhverfisins. Með sjálfbærum fjármálum er átt við að tekið sé tillit til sjálfbærnisjónarmiða við fjárfestingarákvarðanir.

Sjálfbær nálgun í fjárfestingum getur leitt til nýrra tækifæra í sjálfbærri atvinnustarfsemi og verkefnum. Slík nálgun getur stutt við hagvöxt og á sama tíma lagt áherslu á félagsleg málefnum, góða stjórnarhætti og dregið úr álagi á umhverfið. Sjálfbær fjármál gegna því lykilhlutverki í að koma loftslags-, umhverfis- og félagslegum málefnum í stefnumótunarvinnu og markmiðasetningu ríkisstjórna um allan heim.

Umhverfislegir og félagslegir þættir og stjórnarhættir (UFS-þættir)

Sjálfbærnisjónarmið við fjárfestingarákvarðanir má tengja við mismunandi UFS-þætti.

Umhverfissjónarmið geta m.a. falist í mildun og aðlögun að loftslagsbreytingum, verndun líffræðilegs fjölbreytileika, mengunarvörnum og hringrásarhagkerfi.

Félagsleg sjónarmið geta verið málefni á borð við ójöfnuð, þátttöku án aðgreiningar, samskipti á vinnumarkaði, mannréttindamál, jafnrétti kynjanna o.s.frv.

Stjórnarhættir geta falið í sér málefni eins og fjölbreytileika í stjórnskipulagi fyrirtækja, baráttu gegn spillingu og mútum og ábyrga skattaeftirfylgni.

Mismunandi tegundir sjálfbærra fjármálagerninga í boði á markaði

Þú getur ákveðið að taka tillit til UFS þátta í þínum fjárfestingum. Mikilvægt er að hafa í huga að á markaði má finna nokkrar tegundir af fjármálaafurðum með mismunandi áherslum í sjálfbærni.

Sumir fjármálagerningar taka einungis tillit til UFS þátta, t.d. með því að reikna og birta neikvæð áhrif fjárfestinga á umhverfi eða samfélag, á meðan aðrar fjármálaafurðir hafa það að markmiði að bæta samfélagið með einum eða öðrum hætti.

Ennfremur taka tilteknar vörur samtímis tillit til umhverfislegra- og félagslegra- þátta og stjórnarhátta en aðrar munu aðeins leggja áherslu á einn eða tvo þessara þátta.

Þú ættir einnig að vita að ef vöruframboð okkar uppfyllir ekki væntingar þínar hvað varðar sjálfbærni, hefur þú samt sem áður möguleika á að ráðfæra þig við önnur fjárfestingarfyrirtæki eða aðra aðila til að fræðast betur um sjálfbærar vörur sem eru í boði á markaðnum.

Mismunandi flokkar um sjálfbærnióskir

Samkvæmt gildandi reglugerðum er litið á sjálfbærnióskir viðskiptavina sem óskir um það hvernig fjárfestingu viðkomandi sé hagað út frá þremur flokkum.

Flokkur A

Fjármálagerningar sem fjárfesta í atvinnustarfsemi sem stuðla verulega að einu eða fleiri af eftirfarandi umhverfismarkmiðum:

  • Mildun loftslagsbreytinga 
  • Aðlögun að loftslagsbreytingum 
  • Sjálfbær notkun og verndun vatns- og sjávarauðlinda Umbreyting yfir í hringrásarhagkerfi 
  • Mengunarvarnir og eftirlit 
  • Verndun og endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfa 

Flokkur B

Fjármálagerningar sem hafa sjálfbærar fjárfestingar að markmiði. Þetta er víðtækari flokkur þar sem atvinnustarfsemin sem fjárfest er í þarf ekki eingöngu að stuðla þeim umhverfismarkmiðum sem falla undir flokk A heldur nær flokkur B einnig til annarra umhverfismarkmiða og/eða félagslegra markmiða að því gefnu að félögin sem fjárfest er í fylgi góðum stjórnarháttum.

Flokkur C

Fjármálagerningar sem taka tillit til neikvæðra áhrifa fjárfestinga á umhverfið eða samfélagið. Helstu neikvæðu áhrifin m.t.t. sjálfbærni eru áhrif fjárfestingarákvarðana og -ráðgjafar sem hefur í för með sér neikvæð áhrif á umhverfis-, félags- og starfsmannamál, virðingu fyrir mannréttindum og baráttu gegn spillingu og mútum.

Öfugt við flokka A og B miðar fjármálagerningurinn hér ekki að neinu jákvæðu framlagi heldur tekur einungis tillit til neikvæðra áhrifa fjárfestingarinnar á sjálfbærni.

Samband milli sjálfbærnióska og annarra fjárfestingarmarkmiða

Við munum fyrst íhuga hefðbundið fjárfestingarmarkmið þitt áður en óskir um sjálfbærni eru teknar til greina. Þannig getur þú látið í ljós allar þær sjálfbærnióskir sem þú hefur þar sem það verður aðeins litið á það sem viðbót við önnur fjárfestingarmarkmið sem þú hefur þegar lýst, þ.e. þær geta ekki haft áhrif á fjárhagsleg fjárfestingarmarkmið þín sem þú hefur látið í ljós.