Ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2019/2088 um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (e. Sustainable Finance Disclosure Regulation eða „SFDR“) kveður á um samræmdar reglur um upplýsingagjöf til fjárfesta tengt sjálfbærni og sjálfbærniáhættu. Lög nr. 26/2023 um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu sem tóku gildi hér á landi 1. júní 2023 lögfestu SFDR og reglugerð ESB nr. 25/2023 um flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar („EU Taxonomy“).
SFDR leggur meðal annars skyldur á aðila að birta upplýsingar á vefsvæðum sínum um það hvernig áhætta tengd sjálfbærni er felld inn í fjárfestingarákvarðanir og fjárfestingarráðgjöf og hvernig tekið er tillit til skaðlegra áhrif á sjálfbærni í fjárfestingum. Tilgangurinn með upplýsingagjöfinni er að gera fjárfestum kleift að bæta við upplýsingagjöf til fjárfesta áður en fjárfestingarákvörðun er tekin.
Aðilar á fjármálamarkaði skulu birta á heimasíðu sinni upplýsingar um hvernig áhætta tengd sjálfbærni er felld inn í fjárfestingarákvarðanir og fjárfestingarráðgjöf.
Kvika banki hefur gefið út sjálfbærnistefnu og stefnu um sjálfbærniáhættu sem kveður á um skilvirkan og gagnsæjan ramma fyrir stýringu sjálfbærniáhættu í samræmi við gildandi kröfur og lög. Bankinn fylgir einnig stefnu um ábyrgar lánveitingar og fjárfestingar.
Starfsemin sem fellur undir ákvæði 3. gr. SFDR fer að mestu fram hjá Kviku eignastýringu innan samstæðu Kviku. Nálgast má upplýsingar um hvernig áhætta tengd sjálfbærni er felld inn í fjárfestingarákvarðanir og ráðgjöf á heimasíðu Kviku eignastýringar.
Aðilar á fjármálamarkaði skulu birta og uppfæra á vefsvæðum sínum upplýsingar um hvort þeir taka tillit til helstu neikvæðu áhrifa fjárfestingarákvarðana á sjálfbærniþætti. Ef félag tekur ekki tillit til neikvæðra áhrifa fjárfestingarákvarðana á sjálfbærniþætti skal einnig upplýsa um það, af hverju það er ekki gert og hvenær félagið hyggst taka tillit til slíkra áhrifa, ef við á.
Kröfur samkvæmt 4. gr. ná til aðila á fjármálamarkaði sem eru með meira en 500 starfsmenn og móðurfélag samstæðu sem eru með meira en 500 starfsmenn. Kvika fellur ekki undir þau viðmið, hvorki sem aðili á fjármálamarkaði né sem móðurfélag samstæðu.
Kvika tekur sem stendur ekki tillit til neikvæðra áhrifa fjárfestingarákvarðana og fjárfestingarráðgjafar á sjálfbærniþætti. Ófjárhagslegar upplýsingar útgefenda sem fjárfest er í innan samstæðunnar eru enn af skornum skammti og gæði upplýsinganna oft á tíðum ófullnægjandi sem gerir gagnasöfnun erfiða. Unnið er þó að því innan Kviku að meta hvernig standa megi að slíkri gagnasöfnun.
Frekari upplýsingar um nálgun Kviku eignastýringar á framangreint má finna á heimasíðu Kviku eignastýringar.
Starfskjarastefna Kviku banka er uppfærð árlega eftir samþykki hluthafafundar Kviku og er henni meðal annars ætlað að tryggja að starfskjör samræmist gildum Kviku um langtímahugsun, sjálfbærni, stöðu félagsins á hverjum tíma, lögum og reglum, góðum stjórnar- og viðskiptaháttum og heilbrigðum og traustum rekstri félagsins.
Í stefnunni er gert ráð fyrir kaupaukakerfi sem tekur mið af árangursviðmiðum sem ná meðal annars til sjálfbærniáhættu. Áhersla er lögð á að starfsfólk styðji við innleiðingu á sjálfbærnistefnu Kviku í verklag innan einstakra sviða og fylgi stefnum samstæðunnar sem snerta á sjálfbærniáhættu, þar á meðal við fjárfestingarákvarðanir og fjárfestingarráðgjöf.
Samantekt um hvernig sjálfbærniáhætta er felld inn í starfskjararstefnu Kviku banka