Langtímahugsun er mikilvæg þar sem traust viðskiptasambönd verða til á löngum tíma. Langtímahugsun stuðlar jafnframt að jákvæðum áhrifum á samfélagið og styður markvisst við sjálfbærni.
Við styðjum sjálfbæra þróun og ætlum að vera leiðandi í framboði á sjálfbærum fjárfestingarkostum til viðskiptavina. Ljóst er að einn af lykilþáttum fyrir framgang sjálfbærrar þróunar er að fjármagni sé beint í sjálfbæra uppbyggingu. Kvika hefur sett sér stefnu um ábyrgar lánveitingar og fjárfestingar sem felur í sér markmið um að tekið sé mið af UFS-þáttum við lánveitingar, breytingu á skilmálum útlána, endurfjármögnun og við töku ákvarðana um fjárfestingar. Sjá útdrátt úr stefnunni:
Stefnu um ábyrgar lánveitingar og fjárfestingar er ætlað að vera leiðbeinandi við innleiðingu og eftirfylgni við UFS þættina í ákvörðunarferli Kviku þegar teknar eru ákvarðanir um lánveitingar og fjárfestingar. Markmið stefnunnar er að stuðla að ábyrgum lánveitingum og fjárfestingum hjá Kviku, í samræmi við gildi bankans um langtímahugsun og sjálfbærni. Kvika leitast við að horfa til eftirfarandi viðmiða við ákvarðanatöku í lánveitinga- og fjárfestingarferli bankans:
Vægi UFS þátta við ákvarðanatöku skal meta eftir atvikum og eðli þeirrar lánveitinga eða fjárfestinga sem um ræðir í hvert sinn.
Kvika hefur einnig samþykkt stefnu um ábyrgt vöru- og þjónustuframboð en meginmarkmið stefnunnar er að styðja við og þróa áfram vöru- og þjónustuframboð sem styður við sjálfbærni og gildi bankans um langtímahugsun. Sjá útdrátt úr stefnunni:
Stefna Kviku um ábyrgt vöru- og þjónustuframboð felur í sér að leitast sé við að taka UFS þættina með inn í ákvörðunar- og þróunarferli nýrra vöru eða þjónustu, sem og við þróun þeirra. Markmið stefnunnar er að styðja við og þróa ábyrgt vöru- og þjónustuframboð hjá bankanum, sem styður við sjálfbærni og gildi bankans um langtímahugsun. Til að ná markmiðum samkvæmt stefnunni mun Kvika leitast við að horfa til eftirfarandi viðmiða við ákvarðanatöku:
Þá hefur Kvika sett sérstakar siðareglur fyrir birgja og hvetur aðila sem bankinn er í samstarfi við til að virða mannréttindi og stuðla að framangi UFS-þátta í starfsemi sinni.
Framtakssjóðir í rekstri Kviku og dótturfélaga eru áhrifafjárfestar sem leggja áherslu á að styðja stjórnendur með markvissum hætti í að bæta rekstur og árangur félaga í eigu sjóðanna. Kvika hvetur félögin til að sýna samfélagslega ábyrgð, tileinka sér góða viðskipta- og stjórnarhætti, gæta að fjölbreytni í stjórnun og huga að umhverfismálum. Frekari upplýsingar um framtakssjóðina má finna hér.
Haustið 2020 varð Kvika og dótturfélög meðlimir að meginreglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI) sem eru sjálfstæð samtök um ábyrgar fjárfestingar. Með aðildinni skuldbindum við okkur til að fara að sex meginreglum UN PRI sem hafa það að markmiði að stuðla að sjálfbærni. Liður í aðild Kviku að UN PRI er að skila árlegri framvinduskýrslu til samtakanna.
Meginreglur UN PRI
UN PRI samtökin setja fram sex meginreglur um innleiðingu á UFS þáttunum í tengslum við ábyrgar fjárfestingar, með það að markmiði að stuðla að sjálfbæru alþjóðlegu fjármálaumhverfi. Kvika skuldbindur sig til að:
Þá er Kvika stofnaðili að IcelandSIF, samtaka um ábyrgar fjárfestingar, sem stuðla að aukinni þekkingu fjárfesta á aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga.
Í september 2020 skrifaði Kvika undir sameiginlega viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar sem ríkisstjórnin og aðilar sem fara fyrir hátt í 80% af eignum á íslenskum fjármálamarkaði hafa staðfest. Viljayfirlýsingin er samstillt framtak einkaaðila á fjármálamarkaði og stjórnvalda í alþjóðlegu samhengi og varpar hún ljósi á þróun fjárfestinga, fjárveitinga og útlánastarfsemi í átt að sjálfbærni og samfélagsábyrgð, og hvaða viðmið eru höfð að leiðarljósi. Fellur viljayfirlýsingin vel að gildum og stefnu Kviku um ábyrgar fjárfestingar og lánveitingar.
Þar að auki gaf Kvika út sína fyrstu grænu fjármálaumgjörð í október 2021 sem rammar inn stefnu bankans í umhverfisvænni fjármögnun og lánveitingum. Umgjörðin hefur hlotið jákvætt álit frá alþjóðlega mats- og greiningarfyrirtækinu Sustainalytics sem er leiðandi á þessu sviði. Fjármögnun sem fellur undir umgjörðina getur meðal annars falið í sér útgáfu grænna skuldabréfa og öflun grænna innlána. Kvika gaf nýverið út græna framtíðarreikninga í gegnum vörumerki sitt Auði sem er fyrsta vara Kviku sem fellur undir grænu fjármálaumgjörðina.