Kvika - Netöryggi

Netöryggi skiptir máli – Það er mikilvægt að vera vakandi fyrir netárásum, fjársvikum og öðrum öryggisógnunum. Hér finnur þú gagnleg ráð og upplýsingar til að vernda þig og þína og tryggja öryggi þitt í stafrænum viðskiptum.

Netöryggi

Fyrstu viðbrögð

Ef þig grunar að þú sért að lenda í svikum eða sérð óeðlilegar færslur hvetjum við þig til að hafa samband í síma 5403200 eða senda póst á thjonusta@kvika.is.

Á vef Kviku getur þú framkvæmt neyðarlokun á kortinu þínu sem gerir það að verkum að ekki er hægt að framkvæma neinar færslur, hvort sem það er í posa, net eða hraðbanka. Einnig er hægt að hafa samband við neyðarþjónustu Rapyd í síma 5252000 sem er opin utan almennan afgreiðslutíma bankans.

Varnir gegn svikum

Rafræn skilríki

Rafræn skilríki eru örugg leið til að auðkenna sig, en svikahrappar reyna stöðugt að finna leiðir til að komast yfir þau. Til að koma í veg fyrir svik skaltu aldrei deila PIN-númerinu þínu, forðast að samþykkja auðkenningar sem þú átt ekki von á og vera vakandi fyrir fölskum vefsíðum og skilaboðum. Ef þú hefur minnsta grun um svik, hafðu strax samband við bankann þinn eða þjónustuaðila rafrænna skilríkja. Öruggar venjur halda upplýsingum þínum í réttum höndum.

Kortaupplýsingar

Kortaupplýsingar eru lykillinn að fjármálum þínum – passaðu að þær lendi ekki í röngum höndum. Gefðu aldrei upp kortanúmer, öryggisnúmer eða PIN-númer nema hjá traustum aðilum. Vertu vakandi fyrir fölskum vefsíðum og grunsamlegum skilaboðum sem biðja um greiðsluupplýsingar. Notaðu örugg greiðslukerfi og virkjaðu tveggja þátta auðkenningu þar sem það er í boði. Ef þú hefur grun um misnotkun skaltu hafa samband við okkur strax.

Tölupóstar og hlekkir

Svikahrappar nota oft fölsuð tölvupóstföng og vefsíður til að blekkja fólk til að smella á hættulega hlekki. Ef þú færð tölvupóst eða skilaboð sem biðja um persónu- eða greiðsluupplýsingar, skoðaðu sendandann vel og ekki smella á hlekki nema þú sért viss um að skilaboðin séu örugg. Best er að fara beint inn á opinbera vefsíðu þjónustuaðilans í stað þess að fylgja hlekk úr tölvupósti. Ef þú hefur minnsta grun um svik, hafðu samband við okkur strax.

Netgreiðslur

Þegar þú framkvæmir netgreiðslur skiptir öryggi öllu máli. Notaðu aðeins trausta og viðurkennda vefi til að versla við og tryggðu að slóðin byrji á https://. Virkjaðu tveggja þátta auðkenningu ef mögulegt er og gefðu aldrei upp kortaupplýsingar í gegnum tölvupóst eða skilaboð. Forðastu að vista kortanúmer á óöruggum síðum og notaðu örugga greiðslumáta eins og Apple Pay, Google Pay. Ef þú verður var við grunsamlega færslu skaltu hafa strax samband við okkur.

SMS veiðar

Netglæpamenn nota oft SMS til að blekkja fólk til að gefa upp persónu- og greiðsluupplýsingar. Slík svikaboð líta oft út fyrir að koma frá banka, opinberum aðila eða þjónustuveitu og innihalda hlekki eða beiðni um að veita aðgangsupplýsingar. Ef þú færð SMS sem biðja um persónu- eða greiðsluupplýsingar, skoðaðu sendandann vel og ekki smella á hlekki nema þú sért viss um að skilaboðin séu örugg.